Magnús Einarsson (Bjarmalandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Magnús Einarsson.

Magnús Einarsson skipstjóri fæddist 10. september 1905 á Teigi í Hvammssveit í Dalasýslu og lést 11. júní 1992.
Foreldrar hans voru Einar Magnússon frá Glerárskógum, bóndi á Teigi, síðar í Jónsseli í Hrútafirði og síðast verkamaður í Reykjavík, f. 26. júní 1869, d. 28. maí 1962, og kona hans Sigríður Guðrún Sigtryggsdóttir frá Sólheimum í Dölum, húsfreyja, f. 6. júlí 1850, d. 9. ágúst 1915.
Magnús var við sveitastörf í æsku, en fór fyrst til sjós á Garðari frá Ísafirði. Hann fór í siglingar 1925 og var á dönskum og enskum skipum.
Þá réðst hann til Eimskipafélags Íslands og var þar 1929-1940 sem háseti og afleysingastýrimaður, lengst á Brúarfossi.
Þá var hann var 1. stýrimaður á norsku flutningaskipi, Jan Mayen.
Hann var 1. stýrimaður á es Sæfelli og svo skipstjóri á ms. Felli 1945-1946.
Hann sigldi svo á ýmsum flutningaskipum og sigldi Súðinni um Suez-skurðinn 22. september 1951 og var það fyrsta skip undir íslenskum fána, sem sigldi þar.
Einnig vann Magnús skrifstofustörf.

Magnús eignaðist son með Úlfhildi Þorfinnsdóttur 1938.
Þau Ingibjörg Gyða giftu sig í Eyjum 8. júlí 1944 og leigðu á Flötum 10, (Bjarmalandi), en þá bjó þar Einar Ólafsson bróðir Ingibjargar með fjölskyldu sinni.
Þau Ingibjörg Gyða fluttust til Reykjavíkur, bjuggu síðar í Meðalholti 11.
Þeim varð ekki barna auðið.
Ingibjörg Gyða lést 1951.

I. Barnsmóðir Magnúsar var Úlfhildur Þorfinnsdóttir í Reykjavík, f. 14. mars 1911, d. 16. desember 1971.
Barn þeirra:
1. Leifur Magnússon bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 9. október 1938.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.