Inga Hrönn Hjörleifsdóttir
Inga Hrönn Hjörleifsdóttir, húsfreyja, skrifstofumaður í Garðabæ fæddist 22. maí 1961 í Eyjum.
Foreldrar hennar Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f. 1. maí 1937, og Steinunn Ingólfsdóttir, húsfreyja, f. 11. nóvember 1941.
Börn Steinunnar og Hjörleifs:
1. Guðrún Hjörleifsdóttir, húsfreyja, kaupmaður, f. 7. júlí 1960 í Eyjum.
2. Inga Hrönn Hjörleifsdóttir, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 22. maí 1961 í Eyjum.
3. Friðrika Hjörleifsdóttir, húsfreyja, kaupmaður, f. 22. október 1962 í Eyjum.
Þau Benedikt Helgi giftu sig, hafa eignast tvö börn. Þau búa í Garðabæ.
I. Maður Ingu Hrannar er Benedikt Helgi Benediktsson, f. 14. apríl 1953. Foreldrar hans Benedikt Ársæll Guðbjartsson, f. 1. janúar 1924, d. 29. nóvember 2008, og Margrét María Pétursdóttir, f. 3. júní 1926, d. 11. febrúar 2022.
Börn þeirra:
1. Benedikt Steinar Benediktsson, f. 10. mars 1988.
2. Hrannar Ingi Benediktsson, f. 2. október 1997.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Steinunn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.