Guðrún Hjörleifsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Hjörleifdóttir, húsfreyja, kaupmaður í versluninni Rita fæddist 7. júlí 1960.
Foreldrar hennar Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f. 1. maí 1937, og Steinunn Ingólfsdóttir, húsfreyja, f. 11. nóvember 1941.

Þau Árni giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Grímur giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hann á sex börn frá fyrri samböndum. Þau búa við Áshamar 63.

I. Fyrrum maður Guðrúnar er Árni Erwin Jónsson, f. 19. febrúar 1955. Foreldrar hans var Jón Rósenkranz Árnason, f. 19. apríl 1926, d. 9. janúar 2006, og Marlis Árnason af þýsku þjóðerni.
Börn þeirra:
1. Tinna Karen Árnadóttir, f. 24. ágúst 1984.
2. Berglind Árnadóttir, f. 11. maí 1989.

II. Maður Guðrúnar er Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri, f. 26. apríl 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.