Hrafnhildur Jóhannsdóttir (Svanhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hrafnhildur Jóhannsdóttir.

Hrafnhildur Jóhannsdóttir frá Svanhóli við Austurveg 24, húsfreyja, starfsmaður á sambýlum, afgreiðslumaður fæddist þar 1. ágúst 1955 og lést 14. júlí 2022.
Foreldrar hennar voru Jóhann Guðmundur Sigurðsson frá Svanhól, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júní 1930, d. 17. október 2003, og kona hans Guðný María Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, gjaldkeri, bókari, f. 18. júní 1932 í Aðalvík í N.-Ís., d. 22. mars 2009.

Börn Guðnýjar og Jóhanns:
1. Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir, f. 31. október 1952 í Svanhól. Maður hennar Helgi Hermannsson.
2. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, f. 1. ágúst 1955 í Svanhól, d. 14. júlí 2022. Maður hennar Ólafur Bachmann Haraldsson.
3. Sigurður Hilmir Jóhannsson, f. 13. nóvember 1962 á Sj.h. Kona hans Guðbjörg Guðjónsdóttir.

Hrafnhildur var með foreldrum sínum.
Hún var einn vetur í Héraðsskólanum á Reykjanesi.
Hrafnhildur vann á barnaheimili í Eyjum. Eftir flutning til Reykjavíkur í Gosinu vann hún við bókband og við afgreiðslu í sjoppu. Eftir flutning til Selfoss starfaði hún á sambýli á Árvegi 8 og nokkur ár í lyfjaverslun, en frá 2009 vann hún ásamt Ólafi manni sínum á Sólheimum í Grímsnesi.
Þau Ólafur giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 19, fluttu til Reykjavíkur í Gosinu 1973, en aftur til Eyja 1974, bjuggu á Hólagötu, síðan á Kiðjabergi við Hásteinsveg 6. Þau fluttu síðan til Selfoss 1979, bjuggu að Fossatúni 13, en síðan í Grashaga 9 þar.
Hrafnhildur lést 2022.

I. Maður Hrafnhildar, (17. maí 1975), er Ólafur Bachmann Haraldsson, f. 28. júlí 1947.
Börn þeirra:
1. Jóhann Bachmann Ólafsson, f. 10. febrúar 1976.
2. Haraldur Bachmann Ólafsson, f. 27. ágúst 1979.
3. Sindri Bachmann Haraldsson, f. 24. janúar 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.