Kolbrún Hreiðars Lorange

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kolbrún Hreiðars Lorange húsfreyja, verslunarmaður fæddist 21. september 1935 á Gunnarshólma, Vestmannabraut 37.
Foreldrar hennar voru Hulda Jóhannsdóttir frá Brekku, matreiðslukona, f. 19. október 1911, d. 17. september 1993, og barnsfaðir hennar Kaí Emil Lorange heildsali, f. 18. janúar 1904, d. 22. mars 2001.
Fósturforeldrar hennar voru Christenza Fridrikke Möller húsfreyja í Reykjavík, ömmusystir hennar, f. 23. maí 1878, d. 1. júní 1949, og maður hennar Magnús Jónsson lyfjafræðingur, f. 12. október 1872, d. 7. mars 1958.

Kolbrún var send í fóstur, er hún var á öðru árinu, til ömmusystur sinnar Christenza og manns hennar Magnúsar. Hún ólst upp hjá þeim. Kai faðir hennar bjó í sama húsi.
Kolbrún var þrjú ár í Kvennaskólanum, vann síðan afgreiðslustörf í Laugavegs apóteki og Reykjavíkurapóteki.
Þau Sigurður giftu sig, er hún var 22 ára, eignuðust tvö börn, en skildu.
Hún giftist Þresti, átti með honum tvö börn, en þau skildu.
Kolbrún býr nú í Kópavogi.

Kolbrún var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, skildu, var Sigurður Tómasson rafvirki, f. 18. ágúst 1933, d. 20. apríl 1976.
Börn þeirra:
1. Magnús Kristinn Sigurðsson, Bessahrauni 8, skipstjóri á v.b. Gandí VE 171, en nú í Kópavogi og vinnur hjá Álverinu í Straumsvík, f. 24. júlí 1957. Kona hans er Þorgerður Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1955.
2. Tómas Lorange Sigurðsson verkamaður hjá Álverinu í Straumsvík, f. 14. mars 1960. Barnsmóðir hans er Berglind Jónsdóttir.

II. Síðari maður Kolbrúnar, skildu, var Þröstur Þórhallsson, f. 6. ágúst 1939, d. 11. maí 2000 .
Börn þeirra:
3. Bjarki Þór Þrastarson bílamálari, matsveinn, nú öryrki á Spáni, f. 31. maí 1965. Kona hans var Eva Hauksdóttir.
4. Hulda Björk Þrastardóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 9. maí 1971. Sambýlismaður hennar er Kári Elíasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.