Hrafnhildur Guðjónsdóttir (kennari)
Hrafnhildur Bára Guðjónsdóttir kennari, húsfreyja fæddist 13. maí 1966 í Eyjum.
Foreldrar hennar Guðjón Weihe rafvirki, húsvörður, f. 4. júní 1945 í Framnesi, d. 26. febrúar 2022, og kona hans Erla Hrönn Snorradóttir frá Akurseli í Öxarfirði, húsfreyja, f. 9. júní 1946.
BörnErlu og Guðjóns:
1. Jóhanna Guðný Weihe, f. 9. október 1964. Fyrrum maður hennar Ásgeir Sigurðsson. Maður hennar Stefán Einarsson.
2. Hrafnhildur Bára Guðjónsdóttir, f. 13. maí 1966. Maður hennar Björn Svavar Axelsson.
3. Haukur Örvar Weihe, f. 6. október 1977. Fyrrum sambúðarkona er Ingibjörg Pálsdóttir. Sambúðarkona hans Caryn Leigh Wilson.
Hrafnhildur var með foreldrum sínum í æsku, í Görðum við Vestmannabraut 32 og við Boðaslóð 6.
Hún lauk verslunarprófi í V.Í. 1984, varð stúdent í Ármúla 1986, lauk kennaraprófi í K.H.Í. 2003.
Hrafnhildur vann hjá Rekstarvörum 1986-1999 og 2004-2009, kenndi í Langholtsskóla í Rvk 2003-2004, í Fellaskóla frá 2009.
I. Sambúðarmaður Hrafnhildar er Björn Svavar Axelsson sjúkraþjálfari, f. 12. september 1964 á Akranesi. Foreldrar hans Axel Þórarinsson, málarameistari, f. 6. maí 1943 í Borgarnesi, og Sigríður Sveinbjörg Björnsdóttir, verslunarmaður, f. 16. janúar 1943 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Birkir Björnsson, vinnur við dagvistun, f. 24. september 1993 í Reykjavík.
2. Sindri Björnsson, hagfræðingur, bankastarfsmaður, f. 29. mars 1995 í Reykjavík. Sambúðarkona hans Alexía Ósk Hauksdóttir Larsen.
3. Elísa Björnsdóttir, nemi, f. 21. mars 2005.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.