Erla Hrönn Snorradóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Erla Hrönn Snorradóttir frá Akurseli í Öxarfirði, húsfreyja fæddist þar 9. júní 1946.
Foreldrar hennar voru Snorri Guðmundsson frá Ferjubakka í Öxarfirði, bóndi, vélgæslumaður, f. þar 29. nóvember 1914, d. 27. júní 1992, og kona hans Kristín Jónasdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, iðnverkakona, f. 15. september 1921, d. 18. nóvember 2016.

Erla Hrönn var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Guðjón giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Görðum við Vestmannabraut 32 í fyrstu, en á Boðaslóð 6 við Gos 1973. Þau fluttu til Reykjavíkur 2001, bjuggu við Efstaleiti, sneru til Eyja 2011.
Eftir heimkomu frá Reykjavík bjuggu þau á Dverghamri 17.
Guðjón lést 2022.

I. Maður Erlu Hrannar, (20. febrúar 1965), var Guðjón Weihe frá Framnesi, rafvirki, f. 4. júní 1945, d. 26. febrúar 2022.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Guðný Weihe, f. 9. október 1964. Fyrrum maður hennar Ásgeir Sigurðsson. Maður hennar Stefán Einarsson.
2. Hrafnhildur Bára Guðjónsdóttir, f. 13. maí 1966. Maður hennar Björn Svavar Axelsson.
3. Haukur Örvar Weihe, f. 6. október 1977. Fyrrum sambúðarkona er Ingibjörg Pálsdóttir. Sambúðarkona hans Caryn Leigh Wilson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 11. mars 2022. Minning Guðjóns.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.