Hjalti Ólafur Jónsson
Hjalti Ólafur Jónsson frá Langa-Hvammi, múrarameistari fæddist þar 5. október 1926 og lést 25. ágúst 2006.
Foreldrar hans voru Jón Hjaltason frá Rifgirðingum á Snæfellsnesi, verkamaður, verkstjóri, f. þar 29. mars 1898, d. 7. desember 1972, og kona hans Eva Sæmundsdóttir frá Spjör á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 22. ágúst 1908 í Ólafsfirði, d. 6. desember 1993.
Hjalti var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum, Stykkishólmi og Reykjavík.
Hann lauk námi í Iðnskólanum í Reykjavík, varð múrari og síðar meistari í iðninni.
Hjalti vann við iðn sína, aðallega flísalagnir. Hann stofnaði og rak innflutningsfyrirtækið Vikrafell.
Þau Halldóra giftu sig 1947, eignuðust sjö börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu á Skúlagötu 64, byggðu Heiðargerði 10, bjuggu þar í 45 ár, bjuggu síðan á Skúlagötu 20.
Hjalti dvaldi að síðustu á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Hann lést 2006.
I. Kona Hjalta, (13. september 1947), er Halldóra Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Seyðisfirði við Djúp, húsfreyja, f. 14. september 1926. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Rögnvaldsson bóndi á Uppssölum í Seyðisfirði, f. 15. september 1886, d. 28. mars 1975, og kona hans Kristín Hálfdánardóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1896, d. 2. janúar 1951.
Börn þeirra:
1. Kristín Hjaltadóttir, f. 28. október 1946. Barnsfaðir hennar Trausti Aðalsteinsson.
2. Jón Eðvarð Hjaltason, f. 16. janúar 1948. Barnsmóðir hans Janine Wilkinson. Sambúðarkona hans Sigríður Alda Sigurkarlsdóttir.
3. Vignir Sveinbjörn Hjaltason, f. 1. janúar 1951. Fyrrum smabúðarkona hans Anna Egilsdóttir.
4. Snorri Hjaltason, f. 30. september 1952. Barnsmóðir hans Rósa Jónsdóttir. Kona hans Brynhildur Sigursteinsdóttir.
5. Lilja Hjaltadóttir, f. 16. ágúst 1956. Maður hennar Kristinn Örn Kristinsson.
6. Stúlkubarn f. andvana 16. ágúst 1956.
7. Ólafur Páll Hjaltason, f. 3. október 1959, d. 8. júní 1978.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 1. september 2006. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.