Hilmar Þór Hafsteinsson
Hilmar Þór Hafsteinsson kennari, upplýsinga- og kynningarstjóri fæddist 15. september 1954 á Kirkjubæjarbraut 15.
Foreldrar hans voru Hafsteinn Stefánsson frá Eskifirði, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, húsa- og skipasmiður, ljóðskáld, f. þar 30. mars 1921, d. 29. ágúst 1999, og kona hans Guðmunda Gunnarsdóttir frá Horninu við Vestmannabraut 1, húsfreyja, verkalýðsleiðtogi, f. 30. júlí 1920 á Oddsstöðum, d. 25. maí 2009.
Börn Guðmundu og Hafsteins:
1. Róbert Viðar Hafsteinsson vélstjóri, vélvirkjameistari, vélsmíðameistari, véliðnfræðingur, f. 6. júlí 1945, d. 19. nóvember 2010. Fyrrum kona hans Jónína Ármannsdóttir.
2. Viktor Hafsteinsson, f. 15. september 1952, d. sama dag.
3. Hilmar Þór Hafsteinsson kennari, f. 15. september 1954. Kona hans Sigríður Aðalheiður Aðalbergsdóttir.
Hilmar Þór varð stúdent í M.L. 1975, stundaði nám í K.H.Í. í 2 ár, sótti námskeið.
Hann kenndi í Alþýðuskólanum á Eiðum 1975-1976, í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum á Seyðisfirði 1976-1977, í Gagnfræðaskólanum á Selfossi 1977-1987. Hann var upplýsinga- og kynningarstjóri hjá Ríkismati sjávarafurða 1987-1990, sama starf hjá Marel hf. 1990-1996 og Landvernd 1996-1999. Hann var vörustjóri hjá Tæknivali 1999-2001. Hilmar Þór kenndi 2001-2015 í Rvk, Hafnarfirði og Sokkseyri-Eyrarbakka.
Þau Sigríður Aðalheiður giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Hveragerði.
I. Kona Hilmars Þórs, (16. ágúst 1975), er Sigríður Aðalheiður Aðalbergsdóttir húsfreyja, matráðskona í Ási í Hveragerði, f. 19. mars 1954. Foreldrar hennar Aðalbergur Sveinsson múrari, f. 19. júní 1910, d. 5. júní 1989, og kona hans Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1914, d. 17. mars 2007.
Börn þeirra:
1. Sandra Dögg Hilmarsdóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1975. Maður hennar Oddur Benediktsson.
2. Sindri Þór Hilmarsson framkvæmdastjóri, f. 17. desember 1985. Sambúðarkona hans Bryndís Valdimarsdóttir.
3. Sara Hlín Hilmarsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1990. Maður hennar Jón Ingi Benteinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hilmar Þór.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.