Helgi Ágústsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helgi Ágústsson frá Seyðisfirði, skipstjóri fæddist þar 5. mars 1953.
Foreldrar hans Ágúst Alexander Sigurjónsson, f. 27. júní 1920, d. 28. febrúar 1987, og kona hans Jóhanne Sigurjónsson húsfreyja, f. 2. maí 1920, d. 16. febrúar 1988.

Bróðir Ágústs – í Eyjum
1. Axel Jóhann Ágústsson skipstjóri, f. 1. mars 1948.

Helgi var í Gagnfræðaskóla Seyðisfjarðar og Stýrimannaskólanum í Eyjum.
Hann var sjómaður 15 ára, á bátum og togurum, síðar skipstjóri á Sindra VE 60.
Helgi eignaðist barn með Jónu 1973.
Þau Lovísa giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Smáragötu 28. Þau skildu.

I. Barnsmóðir Helga var Jóna Sigríður Sveinsdóttir, f. 23. mars 1953, d. 2. júlí 1985.
Barn þeirra:
1. Eva Björk Jónudóttir, f. 14. júlí 1973.

II. Kona Helga, (í desember 1974, skildu 1994) er Lovísa Gísladóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1952.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Helgadóttir, starfar með þroskaheftum, f. 6. desember 1970. Maður hennar Jóhann Þorvaldsson.
2. Ágúst Gísli Helgason, sjómaður, f. 12. október 1973. Kona hans Hildur Gísladóttir.
3. Axel Jóhann Helgason bifvélavirki, f. 22. júní 1990. Kona hans Arndís Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.