Axel Ágústsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Axel Ágústsson.

Axel Jóhann Ágústsson frá Seyðisfirði, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 1. mars 1948.
Foreldrar hans Ágúst Alexander Sigurjónsson, f. 27. júní 1920, d. 28. febrúar 1987, og kona hans Jóhanne Sigurjónsson húsfreyja, f. 2. maí 1920, d. 16. febrúar 1988.

Bróðir Axels – í Eyjum
1. Helgi Ágústsson skipstjóri, f. 5. mars 1953.

Axel tók próf í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1969.
Hann hóf sjómennsku ungur.
Axel var með lítinn bát í fyrstu, varð stýrimaður á Gullveri, síðan afleysingaskipstjóri á honum og skipstjóri í 30 ár.
Þau Sigurlaug giftu sig, eignuðust 4 börn, en skildu.
Þau Lexley voru gift, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Steinunnn eru í sambúð.

I. Kona Axels, skildu, var Sigurborg Ingimundardóttir, f. 10. júlí 1953, d. 26. apríl 2003. Foreldrar hennar Ingimundur Vilhelm Sæmundsson, f. 26. maí 1921, d. 10. desember 1988, og Stella Kristín Eymundsdóttir, f. 24. september 1931.
Börn þeirra:
1. Stella Rut Axelsdóttir, kennari, deildarstjóri, f. 29. maí 1972. Maður hennar Ívar Sæmundsson.
2. Drengur, f. í maí 1974, dó 2 daga gamall.
3. Sandra Björg Axelsdóttir, tölvufræðingur, f. 16. desember 1975. Fyrrum maður hennar Halldór Kristinsson. Sambúðarmaður hennar Björn Halldórsson.
4. Ágúst Ingi Axelsson, framkvæmdastjóri, f. 27. júlí 1979. Kona hans Halla Hrund Skúladóttir.

II. Kona Axels, skildu, er Lexley Dixon.
Barn þeirra:
5. Axel Kristinn Axelsson, sjómaður, f. 15. maí 1993. Sambúðarkona hans Sólbjörg Vilhjálmsdóttir.
6. Viktoría Hrönn Axelsdóttir, háskólanemi, f. 16. janúar 1995, d. 19. janúar 2020.
Dóttir Lexley og stjúpdóttir Axels er
7. Linzi Trosh Axelsdóttir sálfræðingur, f. 13. desember 1988. Fyrrum sambúðarmaður hennar Bjarki Sigvarðarson.

III. Sambúðarkona Axels er Steinunn Karólína Arnórsdóttir, f. 26. nóvember 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.