Haraldur Hannesson (rafvirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Haraldur Hannesson skipstjóri, rafvirki fæddist 2. október 1968 í Eyjum.
Foreldrar hans Hannes Haraldsson frá Fagurlyst við Urðaveg 16, skipstjóri, f. 4. október 1938, og kona hans Magnea Guðrún Magnúsdóttir, frá Felli við Vestmannabraut 34, húsfreyja, f. 28. desember 1942, d. 29. janúar 2023.

Börn Magneu og Hannesar:
1. Hafdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður hjá Vinnslustöðinni, f. 16. júlí 1966. Maður hennar er Jóhann Þór Jóhannsson og Guðlaugar Pétursdóttur frá Kirkjubæ.
2. Haraldur Hannesson rafvirki, stýrimaður, útgerðarmaður, eigandi og rekur trilluna Víkurröst ásamt Hannesi föður sínum, f. 2. október 1968. Kona hans er Anna Ólafsdóttir.
3. Hafþór Hannesson sölustjóri hjá Pennanum í Reykjavík, f. 29. júní 1972. Kona hans er Þorbjörg Hanna Ögmundsdóttir.

Haraldur lærði rafvirkjun, lauk sveinsprófi 1991, og lærði skipstjórn.
Hann var skipstjóri um skeið, síðan hefur hann unnið við rafvirkjun. Haraldur á trilluna Víkurröst og rekur hana ásamt föður sínum.
Þau Anna giftu sig 1999, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Hrauntún.

I. Kona Haraldar, (2. október 1999), er Anna Ólafsdóttir, húsfreyja, sjúkraþjálfari, f. 28. október 1971 í Eyjum.
Barn þeirra:
1. Baldur Haraldsson, tölvufræðingur, f. 14. júní 1997 í Eyjum.
2. Hannes Haraldsson, stýrimaður á Herjólfi, f. 3. febrúar 2003. Sambúðarkona hans Birgitta Dögg Óskarsdóttir.
3. Ólafur Már Haraldsson, nemi í Framhaldsskólanum, f. 14. júní 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna.
  • Íslendingabók.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.