Halldór Kristinsson (Drangey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldór Kristinsson.

Halldór Kristinsson frá Drangey við Kirkjuveg 84, þjónn, matsveinn, innrömmunarmaður fæddist þar 24. nóvember 1930 og lést 30. júlí 2013 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Andrés Kristinn Jónsson frá Hávarðsstöðum í Þistilfirði, útgerðarmaður, f. 28. janúar 1886, d. 1. ágúst 1967, og Helga Jónsdóttir frá Njarðvík í Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 1. janúar 1896, d. 10. desember 1989.

Börn Helgu og Kristins:
1. Áróra Kristinsdóttir, f. 19. ágúst 1918 á Bakkafirði, síðast á Frakkastíg 19 í Reykjavík, d. 3. apríl 1958.
2. Mínerva Kristinsdóttir, f. 8. september 1919 á Bakkafirði, d. 18. apríl 2003.
3. Iðunn Kristinsdóttir, f. 7. nóvember 1920 í Eyjum, d. 19. nóvember 1991.
4. Jón Kristinsson, f. 5. febrúar 1925 í Eyjum, d. 24. ágúst 2013.
5. Halldór Kristinsson, f. 24. nóvember 1930 í Eyjum, d. 31. júlí 2013.
6. Sólveig Kristinsdóttir, f. 2. janúar 1934 í Eyjum, d. 21. desember 2018.

Halldór var með foreldrum sínum í æsku, í Drangey og Langa-Hvammi, flutti með þeim til Reykjavíkur 1939.
Hann lærði þjónsstörf.
Halldór vann snemma fyrir sér, var sendill við matvöruverslun, var í sveit á Bakkafirði og Strandhöfn á Vopnafirði á sumrum, var sendisveinn á Hótel Borg. Hann varð þjónn á Hótel Borg og á millilandaskipum Eimskipafélagsins, lengst á Gullfossi. Síðar varð hann matsveinn á ýmsum skipum.
Þegar Halldór hætti sjómennsku opnaði hann innrömmunarverkstæði á horni Njálsgötu og Gunnarsbrautar í Reykjavík og lauk þar starfsferli sínum.
Halldór eignaðist barn með Ingu Steinþóru 1956.
Hann lést 2013.

I. Barnsmóðir Halldórs var Inga Steinþóra Ingvarsdóttir, f. 13. mars 1936, d. 21. október 2017.
Barn þeirra:
1. Ingvar Halldórsson, f. 6. desember 1956, d. 26. desember 2003. Fyrrum kona hans Laufey Berglind Þorgeirsdóttir. Sambúðarkona hans Ragnheiður Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.