Jón Kristinsson (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Kristinsson.

Jón Kristinsson frá Drangey við Kirkjuveg 84, sjómaður, jarðvinnuverktaki fæddist 5. febrúar 1925 í Þorlaugargerði og lést 24. ágúst 2013.
Foreldrar hans voru Andrés Kristinn Jónsson frá Hávarðsstöðum í Þistilfirði, útgerðarmaður, f. 28. janúar 1886, d. 1. ágúst 1967, og Helga Jónsdóttir frá Njarðvík á Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 1. janúar 1896, d. 10. desember 1989.

Börn Helgu og Kristins:
1. Áróra Kristinsdóttir, f. 19. ágúst 1918 á Bakkafirði, síðast á Frakkastíg 19 í Reykjavík, d. 3. apríl 1958.
2. Mínerva Kristinsdóttir, f. 8. september 1919 á Bakkafirði, d. 18. apríl 2003.
3. Iðunn Kristinsdóttir, f. 7. nóvember 1920 í Eyjum, d. 19. nóvember 1991.
4. Jón Kristinsson, f. 5. febrúar 1925 í Eyjum, d. 24. ágúst 2013.
5. Halldór Kristinsson, f. 24. nóvember 1930 í Eyjum, d. 31. júlí 2013.
6. Sólveig Kristinsdóttir, f. 2. janúar 1934 í Eyjum, d. 21. desember 2018.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1939.
Hann varð ungur sendill í Reykjavík, varð sjómaður, fyrst á bátum, en síðan á togurum. Hann vann jarðvinnustörf lengstan hluta starfsævi sinnar. Um sjötugt hóf hann að verka lax og silung, pakkaði þeim í neytendapakkningar og seldi í verslanir. Við þetta vann hann til loka árs 2012.
Þau Sigríður giftu sig 1991, eignuðust ekki börn, en Jón gekk börnum hennar í föðurstað.
Jón lést 2013 og Sigríður 2019.

I. Kona Jóns, (5. maí 1991), var Sigríður Eysteinsdóttir húsfreyja, fasteignasali, kaupmaður, starfaði síðar hjá söludeild ÁTVR, f. 2. febrúar 1933, d. 8. október 2019. Foreldrar hennar voru Eysteinn Jónsson, f. 13. nóvember 1906, d. 11. ágúst 1993 og kona hans Guðrún Jóna Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1911, d. 29. júní 1995.
Börn Sigríðar og fyrri manns hennar Sigurðar Péturssonar, og stjúpbörn Jóns:
1. Eysteinn Sigurðsson, f. 29. október 1956. Fyrrum kona hans Sigrún Davíðs. Kona hans Elísabet Árnadóttir.
2. Pétur Sigurðsson, f. 2. júlí 1964.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. september 2013. Minning.
  • Morgunblaðið 21. október 2019. Minning Sigríðar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.