Gylfi Sigurjónsson (skrifstofustjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gylfi Sigurjónsson.

Gylfi Sigurjónsson skrifstofustjóri fæddist 8. desember 1939 á Haukabergi við Vestmannabraut 11.
Foreldrar hans voru Sigurjón Auðunsson vélstjóri, skipstjóri, verkstjóri, f. 4. apríl 1917, d. 20. febrúar 2004, og kona hans Sigríður Nikulásdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1914, d. 15. maí 1973.

Börn Sigríðar og Sigurjóns:
1. Gylfi skrifstofustjóri, f. 8. desember 1939 á Haukabergi.
2. Aðalsteinn bankastjóri, f. 27. marz 1942 á Haukabergi.
3. Ingibjörg húsfreyja, skrifstofumaður, bókari, f. 14. nóvember 1950 á Austurvegi 20.

Gylfi var með foreldrum sínum.
Hann lauk námi í Gagnfræðaskólanum 1956, lauk loftskeytaprófi 1963.
Gylfi stundaði ýmsa vinnu til lands og sjávar, m.a. loftskeytastörf til 1965, var síðan bankastarfsmaður, skrifstofustjóri.
Þau Lilja giftu sig 1964, eignuðust tvö börn og Gylfi fóstraði barn Lilju. Þau buggu í fyrstu við Austurveg 20, þá við Boðaslóð 6, á Hnjúki við Brekastíg 20 við Gos 1973, búa nú við Illugagötu 13a.

1. Kona Gylfa, (16. október 1964), er Lilja Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1940.
Börn þeirra:
1. Sif Gylfadóttir bankastarfsmaður, verkakona, f. 28. september 1963. Fyrrum maður hennar Oddur Guðmundsson.
2. Hlíf Gylfadóttir mannfræðingur, kennari, f. 10. febrúar 1966.
Barn Lilju og fósturbarn Gylfa:
3. Emilía Davíðsdóttir, f. 5. apríl 1958.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Lilja.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.