Guðný Kristín Guðjónsdóttir
Guðný Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja, starfsmaður íþróttahúsa í Keflavík, við Myllubakkaskóla, við Hringbraut og við Sunnubraut. Hún fæddist 20. febrúar 1938 í Eyjum og lést 9. júlí 2025 á Hrafnistu.
Foreldrar hennar voru Guðjón Hafsteinn Guðnason tollvörður, f. 8. desember 1896, d. 3. júlí 1980, og kona hans Laufey Klara Eggertsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1902, d. 21. apríl 1992.
Börn Klöru og Guðjóns:
1. Guðrún Guðjónsdóttir, húsfreyja, f. 19. maí 1928, d. 12. apríl 2019. Maður hennar Gunnar Gissurarson.
2. Heiða Guðjónsdóttir, húsfreyja, f. 2. október 1935, d. 16. janúar 2018. Maður hennar Guðmundur Jóhann Clausen.
3. Guðný Kristín Guðjónsdóttir, húsfreyja, f. 20. febrúar 1938 á Borg við Heimagötu 3. Maður hennar Ástþór Valgeirsson.
Þau Ástþór giftu sig, eignuðust fjögur börn.
I. Maður Guðnýjar Kristínar var Ástþór Jón Valgeirsson afgreiðslumaður, bílstjóri, f. 4. maí 1931, d. 12. mars 2009. Foreldrar hans Jón Valgeir Jónsson, f. 30. ágúst 1909, d. 21. mars 1964, og Sólrún Einarsdóttir, f. 16. maí 1911, d. 29. september 1962.
Börn þeirra:
1. Ómar Ástþórsson, f. 27. júlí 1965.
2. Þröstur Ástþórsson, f. 13. október 1969.
3. Íris Ástþórsdóttir, f. 13. október 1969.
4. Ástþór Arnar Ástþórsson, f. 15. apríl 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.