Heiða Guðjónsdóttir (Borg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Heiða Guðjónsdóttir.

Heiða Guðjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 2. október 1935 á Hvammstanga og lést 16. janúar 2018 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Hafsteinn Guðnason tollvörður, f. 8. desember 1896, d. 3. júlí 1980, og kona hans Laufey Klara Eggertsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1902, d. 21. apríl 1992.

Heiða var með foreldrum sínum í æsku, á Hvammstanga, í Eyjum og Reykjavík.
Hún vann ýmis störf, en lengst vann hún hjá Dagblaðinu og Strætisvögnum Reykjavíkur.
Þau Guðmundur giftu sig 1964, eignuðust tvö börn.
Guðmundur lést 2017 og Heiða 2018.

I. Maður Heiðu, (30. desember 1964), var Guðmundur Jóhann Clausen bifreiðastjóri, f. 22. mars 1930, d, 12. desember 2017. Foreldrar hans voru Axel Clausen kaupmaður, f. 30. apríl 1888, d. 5. febrúar 1985, og Anna María Einarsdóttir, f. 29. nóvember 1897, d. 3. maí 1994.
Börn þeirra:
1. Hafsteinn Örn Guðmundsson, f. 27. maí 1961.
2. Laufey Klara Guðmundsdóttir, f. 16. mars 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.