Guðný Guðmundsdóttir (Bröttugötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Guðmundsdóttir, húsmóðir, skrifstofumaður fæddist 4. janúar 1963.
Foreldrar hennar Guðmundur Sigjónsson, frá Héðinshöfða, vélvirki, f. 22. mars 1928, d. 7. nóvember 2009, og kona hans Jónína Þuríður Guðnadóttir frá Ímastöðum í Vöðlavík, S.-Múl., húsfreyja, f. 22. nóvember 1928, d. 1. september 2014.

Börn Jónínu og Guðmundar:
1. Steinar Guðmundsson, f. 13. maí 1954. Kona hans er Ásdís Viggósdóttir, f. 26. nóvember 1958.
2. Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1959. Maður hennar er Magnús Guðmundsson, f. 20. september 1959.
3. Guðný Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 4. janúar 1963. Maður hennar er Alexander Matthíasson, f. 11 júní 1959.
4. Friðrik Guðmundsson, f. 28. maí 1965. Hann var í sambúð með Luciu Guðnýju Jörundsdóttur, f. 5. ágúst 1967.

Guðný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk verslunarprófi í Framhaldsskólanum í Eyjum 1981.
Guðný hefur unnið skrifstofustörf í 40 ár.
Þau Alexander giftu sig 1990, eignuðust þrjú börn. Þau hafa búið í Nykhól við Hásteinsveg 38 og við Heiðarveg 28.

I. Maður Guðnýjar, (23. maí 1990), er Alexander Matthíasson, netagerðarmaður, f. 11. júní 1959.
Börn þeirra:
1. Kristófer Alexandersson, f. 19. september 1983 í Eyjum.
2. Rakel Alexandersdóttir, f. 7. júní 1988.
3. Bergey Alexandersdóttir, f. 8. nóvember 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.