Guðmundur Sigurðsson (Nýja-Kastala)
Guðmundur Sigurðsson verkamaður fæddist 23. ágúst 1875 á Jaðri í Hrunamannahreppi og lést 16. ágúst 1961 á Elliheimilinu.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi á Jaðri, f. 22. febrúar 1831, d. 14. október 1904, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1841, d. 15. nóvember 1900.
Guðmundur var með fjölskyldu sinni í æsku. Þau Guðrún giftu sig 1898 og bjuggu á Sjónarhóli II á Stokkseyri 1901, í Nýja-Kastala þar 1910 með 3 börn sín.
Guðmundur fluttist til Eyja 1912, Guðrún og 2 börn þeirra 1914.
Þau voru á Reynifelli við Vesturveg 1918-1920, á Seljalandi, (Hásteinsvegi 10) 1921 og enn 1925. Þau leigðu í Mörk, (Hásteinsvegi 13) 1930.
Guðmundur dvaldi að síðustu á Eliheimilinu í Skálholti.
Guðrún lést 1955 og Guðmundur 1961.
Kona Guðmundar, (1898), var Guðrún Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1868, d. 3. maí 1955.
Börn þeirra hér:
1. Sveinbjörg Guðmundsdóttir, f. 8. nóvember 1900, d. d. 25. nóvember 1927.
2. Eiríkur Guðmundsson verkamaður, f. 19. ágúst 1904 á Stokkseyri, síðast á Elliheimilinu, d. 10. október 1965, ókv., barnlaus.
3. Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 20. október 1907, d. 10. júlí 1991.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.