Eiríkur Guðmundsson (Nýja-Kastala)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Eiríkur Guðmundsson verkamaður frá Nýja-Kastala á Stokkseyri fæddist 19. ágúst 1904 á Stokkseyri og lést 10. október 1965.
Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðsson verkamaður, f. 23. ágúst 1875, d. 16. ágúst 1961, og kona hans Guðrún Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1868, d.. 3. maí 1955.

Eiríkur var með foreldrum sínum á Stokkseyri og fluttist með þeim til Eyja 1914. Hann var með þeim á Reynifelli við Vesturveg 1918-1920, á Seljalandi, (Hásteinsvegi 10) 1921 og enn 1925 og í Mörk, (Hásteinsvegi 13) 1930.
Að síðustu dvaldi hann á Elliheimilinu Skálholti og lést 1965. Eiríkur var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.