Þorgrímur Guðlaugsson (Lyngfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þorgrímur Guðlaugsson.

Þorgrímur Guðlaugsson frá Lyngfelli, stórkaupmaður fæddist 27. september 1921 í Tungu við Heimagötu 4 og lést 12. mars 1976.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Br. Jónsson kaupmaður, f. 31. janúar 1895 í Reynisdal í Mýrdal, d. 2. október 1966, og sambýliskona hans Sigríður Skaftadóttir húsfreyja, f. 1. maí 1901 á Norður-Götum í Mýrdal, d. 31. júlí 1939.

Þorgrímur var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hans lést, er hann var á átjánda árinu.
Hann stundaði sjómennsku, en 1955 hóf hann störf við fyrirtæki föður síns, GUÐLAUGUR BR. JÓNSSON heildverslun - og tók við rekstrinum eftir hans dag.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en Þorgrímur varð fósturfaðir barna hennar af fyrra hjónabandi. Þau bjuggu að Laugavegi 81.
Hann eignaðist barn með Helgu Steinvöru 1954.

I. Kona Þorgríms var Sigríður Sigurðardóttir frá Merkigili í Skagafirði, húsfreyja, lífeindafræðingur, sjúkraliði, f. 13. október 1919, d. 21. mars 2008. Foreldrar hennar voru Sigurður Aronsson frá Starrastöðum í Skagafirði, f. 1. september 1889, d. 8. júlí 1919 og Brynhildur Snorradóttir frá Merkigili, f. þar 23. nóvember 1890, d. 19. febrúar 1930. Frá níu ára aldri ólst Sigríður upp í Reykjavík hjá móðurfreldrum sínum Snorra Jóhannssyni og konu hans Guðborgu Eggertsdóttur.
Börn Sigríðar og fósturbörn Guðlaugs:
1. Snorri Egilsson, f. 30. október 1944. Kona hans Þórunn Ragnarsdóttir.
2. Elín Sveinbjörg Egilson, f. 12. janúar 1946. Maður hennar Guðmundur Torfason.
3. Brynhildur Áslaug Egilsson, f. 26. mars 1952. Maður hennar Gunnar Jósefsson.

II. Barnsmóðir Þorgríms var Helga Steinvör Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. desember 1931 á Stokkseyri, d. 21. júlí 1987.
Barn þeirra:
4. Ásdís Björk Þorgrímsdóttir húsfreyja á Grundarfirði, f. 13. júní 1954 í Reykjavík, d. 10. júní 2021. Fyrrum maður hennar Guðmundur Jósep Sverrir Hlöðversson. Maður hennar Sigurður Pétur Pétursson vélstjóri. Kjörforeldrar Ásdísar voru Stefán Eyjólfur Jónsson, f. 1. september 1906, d. 22. janúar 1998, og Svanborg Ólöf Matthíasdóttir, f. 6. október 1913, d. 1. mars 1993.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 20. mars 1976 og 13. apríl 2008. Minning hjónanna.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.