Guðfinna Lilja Guðlaugsdóttir
Guðfinna Lilja Guðlaugsdóttir húsfreyja, tónmenntakennari fæddist 14. október 1948 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Óskar Stefánsson frá Gerði, kaupmaður, forstjóri, f. 12. ágúst 1916, d. 22. júlí 1989, og kona hans Guðný Laufey Eyvindsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1917, d. 1. desember 1987.
Börn Guðnýjar Laufeyjar og Guðlaugs:
1. Andvana drengur, f. 18. júní 1946 á Strandbergi.
2. Guðfinna Lilja Guðlaugsdóttir húsfreyja, tónlistarkennari, f. 14. október 1948 í Reykjavík.
3. Inga Þórarinsdóttir húsfreyja, kennari, f. 14. nóvember 1946 á Seyðisfirði. Hún var kjörbarn hjónanna. Foreldrar hennar voru Þórarinn Guðlaugur bróðir Laufeyjar og Sigfríð Hallgrímsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 14. júní 1927.
Guðfinna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lærði tónlist og tónmenntakennslu.
Guðfinna kenndi tónlist.
Þau Ólafur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Birkihlíð 21. Þau skildu.
Guðfinna býr í Garðabæ.
I. Maður Guðfinnu, skildu, var Ólafur Jónsson frá Laufási, skrifstofumaður, tónlistarmaður, f. 23. júní 1948, d. 27. júlí 2023.
Börn þeirra:
1. Laufey Ólafsdóttir tónmenntakennari, f. 29. júlí 1968. Maður hennar Indriði Óskarsson.
2. Guðlaugur Ólafsson skipstjóri, f. 25. júlí 1974. Kona hans Ester Fríða Ágústsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 11. ágúst 2023. Minning Ólafs Jónssonar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.