Guðfinna Kristín Bjarnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Kristín Bjarnadóttir húsfreyja fæddist 1. október 1856 á Hraðastöðum í Mosfellssveit og lést 1. desember 1923 í Bræðraborg við Njarðarstíg 3.
Foreldrar hennar voru Bjarni Eiríksson bóndi, f. 9. ágúst 1824, d. 10. júní 1890, og kona hans Guðný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1828, d.. 19. desember 1909.

Guðfinna var með foreldrum sínum á Hraðastöðum 1860, 1870 og 1880, var hjá Herborgu systur sinni þar 1890, var niðursetningur í Hlaðgerðarkoti þar 1901. Hún eignaðist Sesselju með Einari Ólafssyni 1891 í Hliði á Álftanesi.
Þau Einar Þórður Guðmundsson giftu sig 1898, eignuðust Dagmey á Grænhóli á Álftanesi 1904. Guðfinna var ,,örvasa sjúklingur“ á Breiðabólsstöðum á Álftanesi 1910, lifir á meðlagi frá manni sínum, sem var lausamaður, sjómaður á hinum hluta jarðarinnar á Breiðabólsstaðajörðinni.
Hún flutti til Eyja 1913 án Einars, var við barnagæslu hjá Sesselju í Bræðraborg 1920.
Guðfinna Kristín lést 1923 og Einar lést 1940 á Oddsstöðum.

I. Barnsfaðir Guðfinnu Kristínar var Einar Ólafsson, þá vinnumaður í Hliði á Álftanesi, síðar steinsmiður í Hafnarfirði, Bíldudal og Reykjavík, f. 15. september 1869, d. 27. júlí 1952.
Barn þeirra:
1. Sesselja Einarsdóttir húsfreyja í Vallartúni við Austurveg 33, f. 11. mars 1891, d. 14. október 1964. Maður hennar Finnbogi Finnbogason.

II. Maður Guðfinnu Kristínar, (9. desember 1898), var Einar Þórður Guðmundsson frá Litlabæ á Álftanesi, þurrabúðarmaður, sjómaður, f. 18. október 1865, d. 31. júlí 1940. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon sjómaður, f. 1832, d. 29. mars 1887, og kona hans Margrét Þórðardóttir húsfreyja, f. 1825, d. 8. október 1902.
Barn þeirra hér:
2. Dagmey Einarsdóttir á Kirkjuhól við Bessastíg 4, húsfreyja, f. 10. janúar 1904, d. 12. september 1993. Maður hennar Ólafur Beck Bjarnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.