Ólafur Beck Bjarnason
Ólafur Beck Bjarnason frá Bláahúsi á Seyðisfirði, verkamaður, sjómaður á Kirkjuhól fæddist 26. nóvember 1897 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og lést 9. mars 1971.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson sjómaður, f. 8. júní 1872, d. 8. september 1954, og Guðrún Björg Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1876, d. 4. febrúar 1942.
Ólafur var með foreldrum sínum í Bláahúsi á Seyðisfirði 1901, með þeim á Laugavegi 73 í Reykjavík 1910.
Hann var hjú í Norður-Gerði 1920, sjómaður í Ásnesi við giftingu 1926, og 1927, verkamaður á Hásteinsvegi 17 1930 og 1934, sjómaður á Kirkjuhól 1940.
Þau Dagmey giftu sig 1926, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á níunda ári 1940.
Þau bjuggu í Ásnesi við fæðingu Finnboga 1928, á Hásteinsvegi 17 við fæðingu Guðfinnu Kristínar 1930 og skírn Birnu 1934. Þau voru komin á Kirkjuhól 1940 og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Ólafur Beck lést 1971. Dagmey bjó í Birkihlíð 26 við Gos dvaldi síðast í Hraunbúðum og lést 1993.
I. Kona Ólafs Becks, (13. nóvember 1926), var Dagmey Einarsdóttir frá Grænhól á Álftanesi, húsfreyja, verkakona, verkalýðsbaráttukona, f. 10. janúar 1904, d. 12. september 1993.
Börn þeirra:
1. Finnbogi Hafsteinn Ólafsson, f. 25. september 1928, d. 31. maí 2011.
2. Guðfinna Kristín Ólafsdóttir, f. 25. júlí 1930, d. 21. október 2005.
3. Jóna Dalrós Ólafsdóttir, f. 20. september 1931, d. 3. maí 1940.
4. Guðbjörg Birna Ólafsdóttir, f. 24. febrúar 1934.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.