Guðbjörg Þorsteinsdóttir (Fögruvöllum)
Guðbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum fæddist 1788 á Sævarhólum í Suðursveit, A-Skaft. og lést 28. nóvember 1844.
Hún var líklega vinnukona á Kálfafelli í Suðursveit 1801, ekkja á Leiðvelli í Meðallandi 1816, var vinnukona í Mörtungu á Síðu 1818-1820, í Hörgsdal þar 1820-1822, á Breiðabólsstað þar 1822-1923, í Eystri-Tungu í Landbroti 1823-1824, fór þá að Skurðbæ í Meðallandi, en kemur ekki fram í bókum þar.
Guðbjörg var „haustkona“ í Kastala við fæðingu Hólmfríðar 1826, var bústýra hjá Guðmundi Þorgeirssyni í Kokkhúsi 1828, finnst ekki 1829 né 1830.
Guðbjörg og Guðlaugur fluttust til Eyja 1831, „tómthúsfólk“... „af Landi“.
Þau voru skráð í Fagurhól (svo) á mt. 1835, en fyrr og síðar á Fögruvöllum.
I. Ókunnur maður látinn fyrir 1816.
II. Barnsfaðir hennar var Árni Magnússon frá Ártúnum á Rangárvöllum, þá vinnumaður í Kornhól.
Barn þeirra var
1. Hólmfríður Árnadóttir, f. 16. ágúst 1826, d. 21. ágúst 1826 úr ginklofa.
III. Maður hennar, (24. júní 1832), var
Guðlaugur Guðlaugsson tómthúsmaður og sjómaður á Fögruvöllum, f. 1788, d. 30. september 1848.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.