Grétar Guðni Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Grétar Guðni Guðmundsson frá Lágafelli við Vestmannabraut 10, bifreiðastjóri, framreiðslumaður fæddist þar 10. ágúst 1945.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kristjánsson sjómaður, vélstjóri, bifreiðastjóri, verslunarmaður, kaupmaður, f. 23. júní 1915, d. 29. mars 1986, og kona hans Hálfdánía Sigríður Kristjánsdóttir, húsfreyja, f. 16. júlí 1909, d. 22. júní 2000.

Börn Sigríðar og Guðmundar:
2. Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 25. október 1940 á Jaðri. Fyrri maður hennar Magnús Runólfur Gíslason. Maður hennar Egill Ingvi Ragnarsson.
3. Kristján Sigurður Guðmundsson bóndi í Steinum III u. Eyjafjöllum, f. 18. mars 1943 á Lágafelli. Kona hans Ólöf Bárðardóttir.
4. Grétar Guðni Guðmundsson á Seltjarnarnesi, f. 10. ágúst 1945 á Lágafelli. Kona hans Anna Guðrún Hafsteinsdóttir.
5. Rannveig Olena Guðmundsdóttir, (síðar Rannveig Olena Freni), húsfreyja í New Hampshire í Bandaríkjunum, f. 4. júlí 1946 að Blómsturvöllum. Maður hennar Joseph Freni yngri.
6. Guðný Helga Guðmundsdóttir, f. 16. júní 1953 að Blómsturvöllum, ógift og barnlaus.
Barn Sigríðar áður:
7. Guðmundur Helgi Guðmundsson, f. 4. september 1935 á Kanastöðum, hrapaði til bana 15. maí 1953.

Grétar var með foreldrum sínuu í æsku, á Lágafelli og Blómsturvöllum við Faxastíg 27.
Hann var bifreiðastjóri og framreiðslumaður.
Þau Anna Guðrún giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Seltjarnarnesi, en áttu sér ,,sælureit“ í Eyjum.
Anna Guðrún lést 2022.

I. Kona Grétars Guðna, (1966), var Anna Guðrún Hafsteinsdóttir frá Rvk, húsfreyja, starfsmaður Samvinnutrygginga, Skýrsluvéla og síðan hjá Erfðsfræðinefnd. Foreldrar hennar voru Hafsteinn Eyvindur Gíslason, verslunarmaður, f. 24. október 1914, d. 28. desember 1976, og kona hans Jakobína Sigurveig Pétursdóttir húsfreyja, f. 9. febrúat 1917, d. 24. janúar 1993.
Börn þeirra:
1. Hafsteinn Helgi Grétarsson, f. 7. apríl 1966. Kona hans Anna Margrét Eiríksdóttir.
2. Hrafnhildur Helena Grétarsdóttir, f. 22. apríl 1968. Maður hennar Jens Söndergaard.
3. Heiðbjörk Hrund Grétarsdóttir, f. 18. mars 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.