Gísli Ragnarsson (vélvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Ragnarsson frá Héðinshöfða, vélvirkjameistari, bifvélavirki fæddist þar 29. maí 1957.
Foreldrar hans voru Ragnar Lárusson verkamaður, blaðamaður, teiknari, kennari, f. 13. desember 1935, d. 31. desember 2007, og sambýliskona hans Guðrún Gísladóttir, f. 3. nóvember 1938.

Gísli ólst upp í Héðinshöfða, nam vélvirkjun í Vélsmiðjunni Magna, varð sveinn 1977 og meistari um 1980. Þá lærði hann bifvévirkjun og lauk því námi um 1984.
Hann stofnaði Vélaverkstæði G.G. með Guðna Benediktssyni og rak það til ársins 1998.
Þau Guðbjörg Ósk giftu sig 1977, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðartúni 1, en fluttu til Reykjavíkur 2001, búa þar á Gullengi 15. Gísli vinnur í Héðni.

I. Kona Gísla, (3. september 1977), er Guðbjörg Ósk Baldursdóttir frá Vallanesi, húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. nóvember 1955.
Börn þeirra:
1. Baldur Gíslason, f. 21. maí 1977. Hann er tölvutæknir í London, ókv.
2. Guðný Sigríður Gísladóttir verslunarmaður, f. 18. september 1983. Maður hennar er Jóhannes Sigmarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.