Gísli Már Gíslason (verkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Már Gíslason.

Gísli Már Gíslason rafmagnsverkfræðingur, bókaútgefandi fæddist 8. janúar 1947 á Þórshöfn á Langanesi.
Foreldrar hans voru Emil Jóhann Magnússon kaupmaður, f. 25. júlí 1921 á Búðareyri í Reyðarfirði, d. 8. febrúar 2001, og kona hans Ágústa Kristín Árnadóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, d. 27. október 2014. Kjörforeldrar Gísla Más voru Gísli Þorsteinsson frá Laufási, frystihúseigandi, framkvæmdastjóri, f. þar 23. júní 1906, d. 10. júlí 1987, og kona hans Ráðhildur Árnadóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, f. 24. júní 1917 í Brekkuhúsi, d. 14. janúar 1997.

Börn Ágústu Kristínar og Emils Jóhanns:
1. Aðalheiður Rósa Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, flugfreyja, f. 25. mars 1942 í Stóra-Hvammi, d. 1. júní 2008. Fyrrum maður hennar Óskar Ásgeirsson. Maður hennar Baldvin Magnússon.
2. Árni Magnús Emilsson íþróttakennari, verslunarmaður, sveitarstjóri, framkvæmdastjóri, útibússtjóri, f. 14. apríl 1943 á Skólavegi 1. Kona hans Þórunn B. Sigurðardóttir.
3. Aagot Emilsdóttir húsfreyja, bóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 2. mars 1945 í Stóra-Hvammi, d. 27. júní 2012. Fyrrum maður hennar, (skildu) er Ingþór Hallbjörn Ólafsson. Maður hennar var Guðmundur Freyr Halldórsson, látinn. Sambýlismaður Árni Þ. Sigurðsson.
4. Hrund Emilsdóttir, f. 22. febrúar 1946, d. 10. júní 1953.
5. Gísli Már Gíslason verkfræðingur, kjörbarn Ráðhildar og Gísla Þorsteinssonar, f. 8. janúar 1947 á Þórshöfn á Langanesi. Kona hans Sigrún Valbergsdóttir.
6. Ágústa Hrund Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 5. janúar 1948. Fyrrum sambýlismaður Gunnar Richter. Barnsfaðir Guðmundur Svavarsson. Barnsfaðir Jón Árni Hjartarson. Sambýlismaður hennar Árni Þórólfsson.
7. Emil Emilsson viðskiptafræðingur, útibússtjóri, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækis, f. 7. febrúar 1959. Kona hans Sigríður Erla Jónsdóttir.

Gísli Már var með foreldrum sínum á fyrsta ári sínu, en fluttist á því ári til kjörforeldra sinna í Eyjum og var skírður þar 1. janúar 1948.
Hann var með foreldrum sínum í æsku, lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1963, stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1967, lauk prófi í rafmagnsverkfræði í TH Aachen í Þýskalandi 1976.
Gísli Már var verkfræðingur í prófanadeild Blaupunktverksmiðjanna í Hildesheim 1877, vann við hönnun MOS-samrása hjá Intermetal (ITT) í Freiburg 1977-1979.
Hann starfaði hjá Tölvudeild Kristjáns Ó Skagfjörðs hf. í Reykjavík við forritun, sölu- og markaðsstörf 1979-1992.
Gísli Már stofnaði ásamt öðrum bókaútgáfuna Ormstungu á Seltjarnarnesi og var framkvæmdastjóri hennar frá upphafi.
Þau Sigrún eignuðust tvö börn.

I. Kona Gísla Más er Sigrún Valbergsdóttir húsfreyja, leikstjóri, leiðsögumaður, f. 21. febrúar 1948 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Valberg Gíslason matsveinn í Reykjavík, f. 14. júní 1918 í Hafnarfirði, d. 8. júní 2012, og kona hans, skildu, Sigrún Jónína Pétursdóttir hótelstjóri á Hellu og í Grundarfirði, matráðskona, m.a. á Stúdentagörðunum og á Bessastöðum, f. 31. ágúst 1920 á Mel í Staðarhreppi í Skagafirði, d. 23. apríl 2019.
Börn þeirra:
1. Kári Gíslason ljósamaður í Reykjavík, f. 10. nóvember 1969 í Reykjavík. Maki hans Hjördís Björg Tryggvadóttir.
2. Vala Gísladóttir húsfreyja, f. 9. september 1980 í Reykjavík. Maki hennar Þórður Örn Kristjánsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1965.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 6. maí 2019. Minning Sigrúnar Pétursdóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.