Ritverk Árna Árnasonar/Gísli Friðrik Johnsen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Gísli er rúmlega meðalmaður að hæð, nokkuð lotinn í herðum, ljósskolhærður, breiðleitur nokkuð og með fremur stórt andlit, ennishár, svipléttur, kátur í lund og skemmtilegur meðal vina sinna.
Gísli er allgóður veiðimaður, þótt nokkuð hafi honum farið aftur hin síðari ár vegna lítillar þátttöku í veiðum.
Viðlegufélagi er Gísli ágætur, enda vellátinn af öllum. Hann hefir verið í flestum úteyjum til veiða, fugls og eggja og getið sér hið besta dugnaðarorð.
Amatör ljósmyndari er Gísli með afbrigðum og hefur farið um alla Heimaey, úteyjarnar, byggðir og óbyggðir meginlandsins til myndatöku, sérstaklega af fuglalífi og af sérstæðum atburðum og náttúrufyrirbrigðum og m. fl.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Gísli Friðrik Johnsen


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.