Gísli Árnason Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Árnason Johnsen.

Gísli Árnason Johnsen sjómaður fæddist 18. október 1916 í Frydendal og lést 8. janúar 1964.
Foreldrar hans voru Árni Hálfdán Jóhannsson Johnsen kaupmaður útgerðarmaður, bóndi, umboðsmaður, f. 13. október 1892, d. 15. apríl 1963, og kona hans Margrét Marta Jónsdóttir Johnsen húsfreyja, kaupkona, f. 5. mars 1895, d. 15. maí 1948.

Börn Margrétar og Árna:
1. Gísli, fæddur 18. október 1916 í Frydendal, d. 8. janúar 1964.
2. Svala, fædd 19. október 1917 í Frydendal, d. 16. janúar 1995.
3. Jón Hlöðver, fæddur 11. febrúar 1919 í Frydendal, d. 10. júlí 1997.
4. Ingibjörg, fædd 1. júlí 1922 í Höjdalshúsi, d. 21. júlí 2006.
5. Áslaug, f. 10. júní 1927 í Stakkholti, d. 25. mars 1986.
6. Sigfús, fæddur 25. nóvember 1930 í Árdal, d. 2. nóvember 2006.

Gísli var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólanum í tvo vetur.
Gísli var sjómaður, bæði á bátum og togurum.
Hann eignaðist barn með Huldu Maríu 1938.
Þau Jóna Unnur giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 41, en skildu.

I. Barnsmóðir hans var Hulda María Karlsdóttir, f. 14. mars 1919, d. 1. mars 1992.
Barn þeirra:
1. Karl Gíslason Sævar leigubílstjóri, f. 9. desember 1938, d. 19. apríl 2017.

II. Fyrrum kona hans Jóna Unnur Ágústsdóttir frá Mávahlíð í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, f. 30. júní 1925, d. 7. október 2002. Foreldrar hennar voru Ágúst Ólason frá Stakkhamri í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, f. þar 21. ágúst 1897, d. 13. september 1975, og kona hans Þuríður Þorsteinsdóttir frá Sjávargötu í Njarðvík, húsfreyja, f. þar 10. júlí 1899, d. 9. apríl 1976.
Barn þeirra:
1. Þuríður Gísladóttir, bjó í Kópavogi, f. 28. ágúst 1946, d. 5. maí 2021. Maður hennar Jón Magnússon kaupmaður, starfsmaður Cabin hótels, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 31. október 2002. Minning Jónu Unnar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.