Áslaug Johnsen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Áslaug Johnsen.

Áslaug Árnadóttir Johnsen hjúkrunarfræðingur fæddist 10. júní 1927 í Stakkholti við Vestmannabraut 49 og lést 25. mars 1986.
Foreldrar hennar voru Margrét Marta Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1895, d. 15. maí 1948 og Árni J. Johnsen verslunarmaður, f. 13. október 1892, dáinn 15. apríl 1963).

Börn Margrétar og Árna:
1. Gísli, fæddur 18. október 1916 í Frydendal, d. 8. janúar 1964.
2. Svala, fædd 19. október 1917 í Frydendal, d. 16. janúar 1995.
3. Jón Hlöðver, fæddur 11. febrúar 1919 í Frydendal, d. 10. júlí 1997.
4. Ingibjörg, fædd 1. júlí 1922 í Höjdalshúsi, d. 21. júlí 2006.
5. Áslaug Johnsen, f. 10. júní 1927 í Stakkholti, d. 25. mars 1986.
6. Sigfús, fæddur 25. nóvember 1930 í Árdal, d. 2. nóvember 2006.
Börn Árna og Olgu Karlsdóttur:
7. Guðfinnur Johnsen, f. 1949.
8. Jóhannes Johnsen, f. 27. júlí 1953, d. 1. júní 2023.

Áslaug var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1944, lauk námi í Húsmæðraskólanum í Reykjavík 1946, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands vorið 1949.
Hún vann við Ullevål sykehus í Ósló 1950-1951, Elli- og hjúkrunaheimilið Grund í Reykjavík 1952-1953, á skurðdeild Landspítalans 1953-1955, var kennari í Hjúkrunarskólanum 1955-1956.
Hún vann á skurðstofu á sjúkrahúsum í Ethíópíu á árunum 1962-1975.
Þau Jóhannes giftu sig 1952, eignuðust fimm börn.
Áslaug lést 1986 og Jóhannes 2021.

I. Maður Áslaugar, (7. júní 1952), var Jóhannes Ólafsson læknir, trúboði, f. 26. mars 1928, d. 20. október 2021. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson trúboði, f. 14. ágúst 1895, d. 30. mars 1976 og kona hans Herborg Eldevik Ólafsson kennari, f. 11. ágúst 1898, d. 5. mars 1992.
Börn þeirra:
1. Ólafur Árni Jóhannesson bifvélavirki, f. 27. nóvember 1957, d. 2021.
2. Herborg M. Jon Nævdasl, f. 29. febrúar 1964. Maður hennar Ottar Helland.
3. Ragnar Jóhannesson, f. 29. febrúar 1964. Kona hans Anna Tran.
4. Margrét Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 28. desember 1965. Maður hennar Haraldur Jóhannsson.
5. Sverrir Jóhannesson læknir, f. 28. desember 1965. Kona hans Sólveig Fure.
6. Anna Svala Jóhannesdóttir, f. 21. nóvember 1972. Hún á tvö börn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 2. nóvember 2021. Minning Jóhannesar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.