Eyjólfur Einarsson (Gesthúsakoti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Eyjólfur Einarsson frá Níelsarhjalli sjómaður, bóndi í Gestshúsakoti og víðar á Álftanesi fæddist 6. júní 1817 og lést 30. maí 1888.
Faðir Eyjólfs var Einar bóndi í Efri-Vatnahjáleigu, Búðarhóli og Álftarhóli í A-Landeyjum, f. 17. maí 1786, d. 6. febrúar 1819, Einarsson bónda á Kanastöðum þar, f. 30. janúar 1747, á lífi 1813, Einarssonar bónda í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, f. 1710, Hallssonar, og konu Einars Hallssonar, Iðbjargar húsfreyju, f. 1708, Einarsdóttur.
Móðir Einars í Efri-Vatnahjáleigu og síðari kona Einars á Kanastöðum var Anna húsfreyja, f. 1742, d. 2. nóvember 1812, Vigfúsdóttir.

Móðir Eyjólfs í Gesthúsakoti og kona Einars í Efri-Vatnahjáleigu var Hallbera húsfreyja, f. 1779 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 14. maí 1858 á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, Benediktsdóttir bónda á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 1746, d. 6. febrúar 1806, Eyjólfssonar bónda í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, f. 1693, d. 1769, Jónssonar, og konu Eyjólfs, Helgu húsfreyju, f. 1720, d. 4. febrúar 1804, Eyjólfsdóttur.
Móðir Hallberu í Efri-Vatnahjáleigu og kona Benedikts á Arngeirsstöðum var Ingveldur húsfreyja, f. 1744, d. 11. júlí 1817, Þorkelsdóttir bónda á Grjótá í Fljótshlíð, f. 1714, d. 3. september 1783, Höskuldssonar, og konu hans, Gunnhildar húsfreyju, f. 1715, d. 20. janúar 1799, Hafliðadóttur.

Börn Hallberu og Einars í Eyjum voru:
1. Benedikt Einarsson formaður á Gjábakka, f. 15. október 1809, d. 19. júní 1850.
2. Einar Einarsson í Kastala, f. 25. september 1812, d. 18. nóvember 1842.
3. Anna Einarsdóttir frá húsfreyja á Skógtjörn á Álftanesi, f. 12. mars 1814, d. 21. júlí 1845.
4. Eyjólfur Einarsson frá Níelsarhjalli sjómaður, bóndi í Gesthúsakoti á Álftanesi, f. 6. júní 1817, d. 30. maí 1888.

Faðir Eyjólfs lést er hann var á 2. árinu. Móðir hans bjó á Álftarhóli til ársins 1823, en fluttist þá til Eyja.
Eyjólfur var með móður sinni og Níels stjúpföður sínum í Níelsarhjalli 1827 og 1828, 11 og 12 ára.
Þau fluttust á Álftanes, sennilega 1830, bjuggu í Hliði 1835 og þar var Eyjólfur hjá þeim. Níels lést 1840 og þá var Eyjólfur grashúsmaður á Skógtjörn þar með móður sína hjá sér.
Þau Jóhanna voru í Deild á Álftanesi við giftingu 1842.
1845 var Eyjólfur sjómaður á Svalbarði, var þar með Jóhönnu konu sinni og Hallberu móður sinni.
Hallbera fór aftur til Eyja 1848, en Eyjólfur bjó með Jóhönnu á Skógtjörn 1850.
Þau voru þurrabúðarfólk í Gesthúsakoti á Álftanesi 1860, barnlaus.
Eyjólfur var sjómaður í Austurkoti þar 1870, sjómaður í Eyvindarstaðakoti þar 1880 með Jóhönnu konu sinni.
Þau hjón létust bæði 1888.

Kona Eyjólfs, (3. nóvember 1842), var Jóhanna Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 20. september 1812 í Hólasókn í Eyjafirði, d. 9. febrúar 1888.
Börn finnast ekki.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.