Benedikt Einarsson (Götu)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Benedikt Einarsson sjómaður á Gjábakka, síðar í Götu fæddist 15. október 1809 í Krosssókn í Landeyjum og lést 19. júní 1850.
Faðir hans var Einar bóndi í Efri-Vatnahjáleigu, Búðarhóli og Álftarhóli í A-Landeyjum, f. 17. maí 1786, d. 6. febrúar 1819, Einarsson bónda á Kanastöðum þar, f. 30. janúar 1747, á lífi 1813, Einarssonar bónda í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, f. 1710, Hallssonar, og konu Einars Hallssonar, Iðbjargar húsfreyju, f. 1708, Einarsdóttur.
Móðir Einars í Efri-Vatnahjáleigu og síðari kona Einars á Kanastöðum var Anna húsfreyja, f. 1742, d. 2. nóvember 1812, Vigfúsdóttir.

Móðir Benedikts og kona Einars í Efri-Vatnahjáleigu var Hallbera húsfreyja, f. 1779 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 14. maí 1858 á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, Benediktsdóttir bónda á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 1746, d. 6. febrúar 1806, Eyjólfssonar bónda í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, f. 1693, d. 1769, Jónssonar, og konu Eyjólfs, Helgu húsfreyju, f. 1720, d. 4. febrúar 1804, Eyjólfsdóttur.
Móðir Hallberu í Efri-Vatnahjáleigu og kona Benedikts á Arngeirsstöðum var Ingveldur húsfreyja, f. 1744, d. 11. júlí 1817, Þorkelsdóttir bónda á Grjótá í Fljótshlíð, f. 1714, d. 3. september 1783, Höskuldssonar, og konu hans, Gunnhildar húsfreyju, f. 1715, d. 20. janúar 1799, Hafliðadóttur.

Benedikt var bróðir Einars Einarssonar í Kastala, f. 25. september 1812, d. 18. nóvember 1842, kvæntur Sigríði Ámundadóttur.

I. Barnsmóðir Benedikts var Guðrún Þorvaldsdóttir frá Háagarði, f. 14. nóvember 1809, d. 18. október 1837.
Börn þeirra Guðrúnar hér:
1. Tómas Benediktsson, f. 27. september 1836 í Hólmfríðarhjalli, d. 6. október 1836 „af Barnaveikin“.
2. Guðrún Benediktsdóttir, f. 6. október 1837, d. 14. október 1837 úr ginklofa. Móðir hennar dó 4 dögum síðar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.