Eyþór Þórarinsson (Eystri Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Eyþór Þórarinsson.

Eyþór Þórarinsson bóndi, kaupmaður, verkstjóri, innheimtumaður fæddist 29. maí 1889 á Norður-Fossi í Mýrdal og lést 19. febrúar 1968.
Foreldrar hans voru Þórarinn Árnason bóndi, bæjarfulltrúi, f. 8. október 1856, d. 25. apríl 1943, og kona hans Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1863, d. 9. janúar 1950.

Börn Þórarins og Elínar voru:
1. Eyþór Þórarinsson kaupmaður, verkstjóri, f. 29. maí 1889, d. 19. febrúar 1968.
2. Páll Þórarinsson, f. 2. júní 1890, d. 9. júní 1890.
3. Eyvindur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 13. apríl 1892, d. 25. ágúst 1964.
4. Oddgeir Páll Þórarinsson formaður, vélstjóri á Rafstöðinni, f. 17. september 1893, d. 11. ágúst 1972.
5. Árni Guðbergur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 25. maí 1896, d. 18. janúar 1982.
6. Guðlaugur Guðni Þórarinsson öryrki, f. 2. janúar 1898, d. 15. september 1925.
7. Ingveldur Þórarinsdóttir verslunarmaður, f. 12. apríl 1902, d. 29. apríl 1994.
8. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1904, d. 23. nóvember 1997.
9. Júlíus Þórarinsson verkstjóri, f. 4. júlí 1906, d. 2. júní 1983.

Eyþór var með foreldrum sínum á Norður-Fossi til 1903, í Vík 1903-1904. Hann var léttasveinn og síðar vinnumaður í Norður-Vík 1904-1908.
Hann fluttist með foreldrum sínum og systkinum frá Vík til Eyja 1908 og var með þeim á Eystri-Oddsstöðum í lok ársins.
Þau Hildur giftu sig 1912, bjuggu í Túni, eignuðust Þórarinn Vilhjálm á því ári. Hjá þeim voru þá foreldrar Hildar. Þau bjuggu á Hoffelli 1915 við fæðingu tvíburanna Óskars og Svövu, en misstu Óskar sama dag og Svövu tveggja ára 1917. Þau bjuggu á Sólheimum við fæðingu Baldurs Eyþórs 1917 og þar var Eyþór skráður kaupmaður 1920, bjó þar með Hildi konu sinni og börnunum Þórarni Vilhjálmi og Baldri Eyþóri.
Eyþór flutti fyrstu bifreiðina til Eyja 1919.
Hjónin fluttust til Reykjavíkur 1924. Eyþór var þar verkamaður, síðan verkstjóri, var um skeið í Hafnarfirði, kom þaðan í Kópavog 1943 og var þar verkstjóri og síðan innheimtumaður.
Þau eignuðust Sólveigu 1931, en misstu hana 1934.
Hildur Margrét lést 1936.
Eyþór kvæntist Árnínu Rósu 1941. Þau eignuðust tvö börn, 1941 og 1947.
Eyþór lést 1968 og Rósa 1992.

Eyþór var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (19. maí 1912), var Hildur Margrét Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1892 á Þrándarstöðum á Borgarfirði eystra, d. 16. júlí 1936. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Stefánsson bóndi á Þrándarstöðum og í Bakkagerði í Borgarfirði eystra, f. 29. desember 1866, d. 15. október 1913, og kona hans Solveig Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1865, d. 17. júlí 1951.
Börn þeirra voru:
1. Þórarinn Vilhjálmur Eyþórsson skrifstofumaður í Garðabæ, f. 25. júlí 1912 í Túni, d. 27. ágúst 1972.
2. Óskar Eyþórsson, tvíburi, f. 1. apríl 1915 á Hoffelli, d. sama dag.
3. Svava Eyþórsdóttir, tvíburi, f. 1. apríl 1915 á Hoffelli, d. 2. apríl 1917.
4. Baldur Eyþór Eyþórsson prentsmiðjustjóri, f. 2. september 1917 á Sólheimum, d. 26. ágúst 1982.
5. Andvana drengur, f. 2. nóvember 1917. Svo stendur skráð í pr.þj.bókinni. Líklega er um misritun mánaðar að ræða. Gæti átt að vera 2. september 1917 og þá tvíburi móti Baldri Eyþóri.
6. Solveig Eyþórsdóttir, f. 10. apríl 1931, d. 10. júlí 1934.

II. Síðari kona Eyþórs, (1941), var Árnína Rósa Edvaldsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1909 á Dvergasteini í Álftafirði, Ísafj.s., d. 15. desember 1992. Foreldrar hennar voru Edvald Jónsson sjómaður í Súgandafirði og á Akureyri, f. 4. júlí 1861, d. 17. október 1942, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 26. febrúar 1873, d. 11. júní 1943.
Börn þeirra:
7. Erla Eyþórsdóttir húsfreyja, starfsmaður í Prentsmiðjunni Odda, f. 29. maí 1941. Maður hennar: Sigurður Lúðvík Þorgeirsson, f. 15. ágúst 1941, d. 25. desember 1986.
8. Örlygur Eyþórsson starfsmaður Varnarliðsins, f. 15. febrúar 1947. Kona hans: Sigríður Hermannsdóttir skólaritari í Garðabæ, f. 22. ágúst 1953.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.