Vilhjálmur Eyþórsson (Sólheimum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórarinn Vilhjálmur Eyþórsson bifreiðastjóri, skrifstofumaður í Garðabæ fæddist 25. júlí 1912 í Túni og lést 27. ágúst 1972.
Foreldrar hans voru Eyþór Þórarinsson kaupmaður, verkstjóri, innheimtumaður, f. 29. maí 1889 á Norður-Fossi í Mýrdal, d. 19. febrúar 1968, og fyrri kona hans Hildur Margrét Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1892 á Þrándarstöðum á Borgarfirði eystra, d. 16. júlí 1936.

Börn Eyþórs Þórarinssonar og Hildar Vilhjálmsdóttur voru:
1. Þórarinn Vilhjálmur Eyþórsson skrifstofumaður í Garðabæ, f. 25. júlí 1912 í Túni, d. 27. ágúst 1972.
2. Óskar Eyþórsson, tvíburi, f. 1. apríl 1915 á Hoffelli, d. sama dag.
3. Svava Eyþórsdóttir, tvíburi, f. 1. apríl 1915 á Hoffelli, d. 2. apríl 1917.
4. Baldur Eyþór Eyþórsson prentsmiðjustjóri, f. 2. september 1917 á Sólheimum, d. 26. ágúst 1982.
5. Andvana drengur, f. 2. nóvember 1917. Svo stendur skráð í pr.þj.bókinni. Líklega er um misritun mánaðar að ræða. Gæti átt að vera 2. september 1917 og þá tvíburi móti Baldri Eyþóri.
6. Solveig Eyþórsdóttir, f. 10. apríl 1931, d. 10. júlí 1934.

Börn Eyþórs og Árnínu Rósu Edvaldsdóttur, síðari konu hans, voru:
7. Erla Eyþórsdóttir húsfreyja, starfsmaður í Prentsmiðjunni Odda, f. 29. maí 1941. Maður hennar: Sigurður Lúðvík Þorgeirsson, f. 15. ágúst 1941, d. 25. desember 1986.
8. Örlygur Eyþórsson starfsmaður Varnarliðsins, f. 15. febrúar 1947. Kona hans: Sigríður Hermannsdóttir skólaritari í Garðabæ, f. 22. ágúst 1953.

Vilhjálmur ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Reykjavíkur 1924.
Hann stundaði bifreiðaakstur, en síðar skrifstofustörf, bjó í Garðabæ. Vilhjálmur lést 1972.

Kona Vilhjálms, (3. október 1936), var Guðrún Þorgeirsdóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1915, d. 25. júní 1999. Foreldrar hennar voru Þorgeir Guðjónsson frá Einkofa á Eyrarbakka, verkamaður í Reykjavík, f. 28. október 1887, d. 14. desember 1953, og kona hans Jódís Ámundadóttir húsfreyja, f. 26. júní 1876, d. 6. maí 1961.
Guðrún var tvíburasystir Sigríðar konu Baldurs bróður Vilhjálms.
Barn þeirra:
1. Hildur Vilhjálmsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 26. ágúst 1936 í Reykjavík, d. þar 6. maí 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.