Erna Árnadóttir (Bifröst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Erna Árnadóttir.

Erna Böðvars Árnadóttir frá Bifröst við Bárustíg 11, húsfreyja fæddist 15. desember 1922 í Reykjavík og lést þar 18. maí 2008.
Foreldrar hennar voru Árni Sigurður Böðvarsson rakarameistari, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 28. júní 1890, d. 14. apríl 1975, og kona hans María Vilhelmína Heilmann Eyvindsdóttir Böðvarsson frá Reykjavík, húsfreyja, f. þar 25. febrúar 1901, d. 12. desember 1983.

Börn Maríu og Árna:
1. Fríða Sophia Árnadóttir, f. 19. maí 1921, d. 16. janúar 1932.
2. Erna Böðvars Árnadóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 15. desember 1922, d. 18. maí 2008. Maður hennar Jón Bjarni Kristinsson.
3. Eyvindur Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi í Kópavogi, f. 17. febrúar 1926, d. 15. maí 2012. Kona hans Margrét Gestsdóttir.
4. Böðvar Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi, kaupmaður, f. 19. maí 1927, d. 23. mars 2010. Kona hans Guðmunda Sesselja Gunnarsdóttir.
5. Gunnar Árnason fiskverkandi, verksmiðjurekandi í Kópavogi, f. 11. desember 1928, d. 19. febrúar 2016. Kona hans Stefanía Stefánsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Svava Sigmundsdóttir.
6. Gottfred Árnason viðskiptafræðingur, f. 13. desember 1932.

Erna var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1925 og til Seltjarnarness 1940.
Hún sat í I. bekk í Gagnfræðaskólanum 1936-1937.
Þau Jón Bjarni giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast á Móaflöt 16 í Garðabæ.
Jón Bjarni lést 1975.
Erna bjó síðast í Hrísmóum 8 í Garðabæ.

I. Maður Ernu, (1943), var Jón Bjarni Kristinsson forstjóri Glerborgar, f. 11. febrúar 1922, d. 19. ágúst 1975. Foreldrar hans voru Kristinn Pétursson blikksmíðameistari í Reykjavík, f. 16. febrúar 1889, d. 5. maí 1965, og kona hans Guðrún Ottadóttir húsfreyja, f. 15. desember 1892, d. 23. apríl 1972.
Börn þeirra:
1. María Sophía Bjarnadóttir í Hafnarfirði, hlaðfreyja, starfsmaður Glerborgar, f. 20. maí 1944, d. 19. janúar 1991. Sambúðarmaður hennar Karl Harrý Sveinsson.
2. Anton Bjarnason framkvæmdastjóri, f. 17. júlí 1949. Kona hans Helga Torfadóttir.
3. Guðrún Bjarnadóttir, f. 30. september 1952, d. 24. október 1990.
4. Pétur Antonsson listamaður, f. 20. september 1955. Kona hans Sigríður Jóhannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.