Erla Marinósdóttir (Sjávargötu)
Steinunn Erla Marinósdóttir frá Sjávargötu við Sjómannasund 10A, húsfreyja fæddist þar 7. febrúar 1948 og lést 31. október 2011.
Foreldrar hennar voru Guðrún Friðrika Ásmundína Hákonardóttir húsfreyja, f. 23. mars 1911 í Merkinesi, Hafnarhreppi í Gullbringusýslu, d. 27. júlí 1984, og Einar Marinó Jóhannesson sjómaður, trillukarl, verkamaður, f. 16. ágúst 1901 í Miðfirði í Skeggjastaðahreppi, N-Múlasýslu, d. 18. sept. 1955.
Börn Guðrúnar og Marinós:
1. Hilma Marinósdóttir, f. 30. desember 1932 í Hákonarhúsi, d. 11. mars 2014.
2. Margrét Guðrún Marinósdóttir, f. 23. mars 1936 í Bergholti, d. 7. janúar 2004.
3. Steinunn Erla Marinósdóttir, f. 7. febrúar 1948 í Sjávargötu, d. 31. október 2011.
Erla var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á áttunda árinu. Hún var með móður sinni, flutti með henni til Reykjavíkur.
Erla vann ýmis störf.
Þau Sveinn giftu sig, eignuðust þrjú börn, en fyrsta barn þeirra lést nýfætt. Þau bjuggu í Reykjavík, en fluttu til Siglufjarðar 1976.
Sveinn lést 2010 og Erla 2011.
I. Maður Erlu, (24. febrúar 1968), var Sveinn Filippusson frá Mjóafirði eystra, sjómaður, verkstæðisrekandi, f. 28. maí 1947, d. 2. apríl 2010. Foreldrar hans voru Filippus Filippusson bóndi á Mýri, f. 22. desember 1897, d. 9. september 1966, og Jóhanna Margrét Björgólfsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1923, d. 4. febrúar 2009.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 23. ágúst 1967, d. 23. ágúst 1967.
2. Sigurrós Sveinsdóttir, f. 17. júlí 1968. Maður hennar Sverrir Gíslason.
3. Kolbrún Sveinsdóttir, f. 17. maí 1974. Barnsfaðir hennar Svavar Björgvinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
- Morgunblaðið 12. nóvember 2011. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.