Hilma Marinósdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hilma Marinósdóttir.

Hilma Marinósdóttir frá Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, húsfreyja, glerlistarkona fæddist þar 30. desember 1932 og lést 11. mars 2014 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Guðrún Hákonardóttir húsfreyja, f. 23. mars 1911 í Merkinesi, Hafnarhreppi í Gullbringusýslu, d. 27. júlí 1984, og Einar Marinó Jóhannesson sjómaður, trillukarl, verkamaður, f. 10. ágúst 1901 í Miðfirði við Miðfjörð í Skeggjastaðahreppi, N-Múlasýslu, d. 18. sept. 1955.
Hilma ólst upp hjá móðurforeldrum sínum Hákoni Kristjánssyni og Guðrúnu Vilhelmínu Guðmundsdóttur í Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88.

Hilma var með fósturforeldrum sínum í æsku, var komin til þeirra 1933.
Þau Sumarliði Gunnar giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hákonarhúsi, á Þingeyri við Skólaveg 37, en síðast á Fjólugötu 29.
Sumarliði Gunnar lést 1991.
Hilma flutti á Selfoss, kenndi þar glerlist, stundaði prjónaiðn og starfaði með Rauða krossinum.
Hún lést 2014.

I. Maður Hilmu, (4. nóvember 1953), var Sumarliði Gunnar Jónsson sjómaður, verkstjóri, f. 1. ágúst 1928 í Hafnarfirði, d. 5. desember 1991. Foreldrar hans voru Jón Ársæll Jónsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 3. janúar 1897, d. 9. ágúst 1994, og Ólafía Guðrún Sumarliðadóttir, f. 15. janúar 1905, d. 6. júlí 1984.
Börn þeirra:
1. Einar Ársæll Sumarliðason rafveituvirkjameistari, f. 14. febrúar 1954 í Eyjum. Fyrrum kona hans Sólrún Anna Ólafsdóttir. Kona hans Oddbjörg Inga Jónsdóttir.
2. Guðrún Erla Sumarliðadóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1960. Maður hennar Halldór Egill Guðnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.