Margrét Marinósdóttir (Sjávargötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Margrét Marinósdóttir)
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Guðrún Marinósdóttir.

Margrét Guðrún Marinósdóttir frá Bergholti við Vestmannabraut 67, húsfreyja fæddist þar 23. mars 1936 og lést 7. janúar 2004.
Foreldrar hennar voru Guðrún Hákonardóttir húsfreyja, f. 23. mars 1911 í Merkinesi, Hafnarhreppi í Gullbringusýslu, d. 27. júlí 1984, og Einar Marinó Jóhannesson sjómaður, trillukarl, verkamaður, f. 16. ágúst 1901 í Miðfirði í Skeggjastaðahreppi, N-Múlasýslu, d. 18. sept. 1955.

Börn Guðrúnar og Marinós:
1. Hilma Marinósdóttir, f. 30. desember 1932 í Hákonarhúsi, d. 11. mars 2014.
2. Margrét Guðrún Marinósdóttir, f. 23. mars 1936 í Bergholti, d. 7. janúar 2004.
3. Steinunn Erla Marinósdóttir, f. 7. febrúar 1948 í Sjávargötu, d. 31. október 2011.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Sigurður Hreinn giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Bjarni giftu sig 1964, eignuðust eitt barn. Bjarni lést 1964.
Margrét eignaðist barn með Baldri 1969. Það var ættleitt.
Þau Ásgrímur giftu sig. Margrét lést 2004.

I. Maður Margrétar var Sigurður Hreinn Ólafsson sjómaður, f. 14. september 1933, d. 18. júní 1978. Foreldrar hans voru Ólafur Helgi Sigurðsson, f. 25. október 1902, d. 3. desember 1984 og kona hans Ólafína Ólafsdóttir, f. 11. október 1902, d. 12. október 1995.
Börn þeirra:
1. Guðrún Svanhvít Sigurðardóttir, vinnur við aðhlynningu, f. 6. júlí 1955 í Eyjum. Maður hennar Gísli Ásgeirsson, látinn. Maður hennar Valdimar Valdimarsson.
2. Róbert Birgir Sigurðsson járnsmiður, f. 24. júlí 1956, d. 5. febrúar 1978, ókvæntur.
3. Sigrún Margrét Sigurðardóttir verkakona, f. 25. júní 1957, ógift.

II. Maður Margrétar, (1964), var Bjarni Þórir Sigurðarson sjómaður, f. 16. febrúar 1932, d. 24. desember 1964. Foreldrar hans voru Sigurður Jósef Guðmundsson, f. 12. mars 1899, d. 19. nóvember 1971, og Ingimunda Tryggvey Guðmunda Bjarnadóttir, f. 5. júlí 1896, d. 13. júlí 1986
Barn þeirra:
4. Inga B.I. Bjarnadóttir viðurkenndur bókari, f. 10. október 1964. Fyrrum maður hennar Abdou Tourney. Maður hennar Einar Vignir Hansson.

III. Barnsfaðir Margrétar var Baldur Dan Alfreðsson, f. 10. janúar 1935, d. 18. apríl 2013.
Barn þeirra:
5. Þórir Dan Viðarsson, f. 18. febrúar 1969. Kjörforeldrar Viðar Óskarsson, f. 22. ágúst 1940, og Sigríður Friðþjófsdóttir, f. 17. janúar 1943.

IV. Maður Margrétar var Ásgrímur Högnason, f. 8. ágúst 1931 á Syðra-Fjalli í Aðaldal, S.-Þing., d. 9. janúar 2013. Foreldrar hans voru Högni Indriðason bóndi, f. 17. apríl 1903, d. 17. september 1989, og Helga Jóhannesdóttir, húsfreyja, f. 4. ágúst 1900, d. 27. september 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.