Emma Gústavsdóttir (Bergholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Emma Gústavsdóttir frá Bergholti við Vestmannabraut 67, húsfreyja fæddist 31. desember 1929 og lést 25. júlí 2017.
Foreldrar hennar voru Gústav Stefánsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. ágúst 1898, d. 24. janúar 1943, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 27. maí 1899 í Sigluvík í Landeyjum, d. 12. mars 1986.

Börn Kristínar og Gústavs voru:
1. Stefanía Gústavsdóttir Dwyer, fædd 5. ágúst 1918, dáin 22. júní 1992.
2. Hálfdan, fæddur 6. júlí 1920, dáinn 31. desember 1992.
3. Inga, fædd 7. júní 1922, dáin 23. apríl 1948.
4. Ásta Gústavsdóttir Orsini, fædd 23. október 1925, d. 16. september 2007.
5. Gústav Kristján, fæddur 19. janúar 1927, d. 31. mars 2014.
6. Emma, fædd 31. desembe 1929, d. 25. júlí 2017.

Emma var með foreldrum sínum, en hún missti föður sinn, er hún var á fjórtánda árinu.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1946.
Emma var hótelstarfsmaður, síðar var hún þerna á olíuskipinu Hamrafelli.
Hún eignaðist barn með Sveini Hólmbergi 1957.
Þau Kristinn giftu sig, eignuðust tvö börn.
Emma lést í júlí og Kristinn í september 2017.

I. Barnsfaðir Emmu var Sveinn Hólmberg Jónasson, f. 11. nóvember 1913, d. 20. desember 1972.
Barn þeirra:
1. Gústaf Sveinsson, f. 25. október 1957. Fyrrum eiginkonur Kristbjörg Magnúsdóttir og Auðbjörg Stella Eldar. Kona hans Dalía Aleksandraviciené.

II. Maður Emmu var Kristinn Þ. Ingólfsson frá Skálpastöðum í Eyjafirði, smiður sjómaður, f. 31. ágúst 1923, d. 26. september 2017 á Landspítalanum. Foreldrar hans voru Ingólfur Árnason, f. 12. nóvember 1889, d. 13. nóvember 1971, og Ingibjörg Þorláksdóttir, f. 11. ágúst 1896, d. 2. desember 1930.
Börn þeirra:
2. Kristín Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 22. september 1962. Maður hennar Markús Sigurðsson.
3. Ólöf Kristinsdóttir tölvunarfræðingur, f. 19. febrúar 1965. Fyrrum maður hennar Viðar Ágústsson. Maður hennar Steingrímur Birgisson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. október 2017. Minning Kristins Ingólfssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.