Gústav Kristján Gústavsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gústav Kristján Gústavsson blikksmiður fæddist 19. janúar 1928 og lést 31. mars 2014.
Foreldrar hans voru Gústav Stefánsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 22. ágúst 1899, d. 24. janúar 1943, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1899, d. 12. mars 1986.

Gústav lærði blikksmíði og vann við iðn sína.
Þau Bára giftu sig 1954 í Reyniskirkju í Mýrdal , eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Keflavík, síðan í Reykjavík, dvöldu síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði.

I. Kona Gústavs, (7. júní 1954), var Bára Gerður Vilhjálmsdóttir frá Stóru-Heiði í Mýrdal, húsfreyja, f. 31. ágúst 1935, d. 29. júní 2013. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Ásgrímur Magnússon bóndi, f. 11. maí 1889 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 7. nóvember 1970, og kona hans Arndís Kristjánsdóttir frá Ketilsstöðum í Holtum, f. 25. júlí 1897, d. 19. júní 1973.
Börn þeirra:
1. Inga Gústavsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, verslunarmaður, prjónakona, f. 27. nóvember 1954, d. 28. apríl 2022. Fyrrum maður hennar Guðmundur Hólmar Guðmundsson. Maður hennar Guðlaugur Gunnar Einarsson
2. Gústav Kristján Gústavsson rafeindavirki, kennari, tæknimaður, f. 9. júní 1960 í Reykjavík, d. 15. september 2022. Kona hans Margrét Sólveig Óafsdóttir.
3. Sigurbjörn Gústavsson, f. 20. október 1965, d. 8. febrúar 2007. Fyrrum kona hans Hildur Embla Ragnheiðardóttir. Sambúðarkona hans Erna Lárusdóttir.
4. Ásdís Heiðdal Gústavsdóttir, f. 15. mars 1969. Barnsfeður hennar Hinrik Líndal og Aðalsteinn Auðunsson. Maður hennar Henry Harmon.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 17. júlí 2013. Minning Báru Gerðar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.