Ásta Gústavsdóttir (Bergholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Gústavsdóttir.

Ásta Gústavsdóttir Orsini fæddist 23. október 1925 í Ási og lést 16. september 2007.
Foreldrar hennar voru Gústav Stefánsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. ágúst 1898, d. 24. janúar 1943, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 27. maí 1899 í Sigluvík í Landeyjum, d. 12. mars 1986.

Börn Kristínar og Gústavs voru:
1. Stefanía Gústavsdóttir Dwyer, fædd 5. ágúst 1918, dáin 22. júní 1992.
2. Hálfdan, fæddur 6. júlí 1920, dáinn 31. desember 1992.
3. Inga, fædd 7. júní 1922, dáin 23. apríl 1948.
4. Ásta Gústavsdóttir Orsini, fædd 23. október 1925, d. 16. september 2007.
5. Gústav Kristján, fæddur 19. janúar 1927, d. 31. mars 2014.
6. Emma, fædd 31. desembe 1929, d. 25. júlí 2017.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku.
Hún gekk í Kvöldskóla iðnaðarmanna 1940, í Húsmæðraskólann á Hallormsstað 1945-1947.
Ásta lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands í maí 1951, stundaði framhaldsnám í barnahjúkrun í Hollywood í Los Angeles í Kaliforníu 1961-1962, var hjúkrunarfræðingur við röntgendeild og rannsóknastofu Occidental líftryggingafélagsins í Los Angeles 1960-1961, við Presbyterian Intercommunity Hospital í Whittier í Kaliforníu 1962-1963, við Sjúkrahús fyrir aldrað fólk í Long Beach frá 1963.

I. Maður Ástu, (27. maí 1951), var Leo Charles Orsini varðmaður í La Mirada í Kaliforníu, f. 22. mars 1915. Foreldrar hans voru Anacio og Nellie Orsini í Gambridge, New York.
Barn þeirra:
1. Leo Charles, f. 25. júlí 1952.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.