Emilía Fannbergsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Emilía Fannbergsdóttir.

Emilía Fannbergsdóttir, húsfreyja fæddist 15. september 1955 á Ólafsfirði. Foreldrar hennar Freymundur Fannberg Jóhannsson sjómaður, f. 30. september 1915 á Ólafsfirði, d. 23. október 1996, og kona hans Petrea Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1917 á Kleifum í Ólafsfirði, d. 17. október 1994.

Þau Daníel giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Ægir giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Málmey við Hásteinsveg 42. Þau skildu.
Þau Eiríkur giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau skildu.
Emilía býr í Kópavogi.

I. Fyrrum maður Emilíu er Daníel Emilsson, rafiðnfræðingur, f. 29. desember 1953.
Barn þeirra:
1. Sylvía Daníelsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 19. október 1973. Fyrrum maður hennar Þröstur Pétur Sigurðsson. Maður hennar Hörður Björnsson.

II. Fyrrum maður Emilíu er Ægir Hafsteinsson, sjómaður, vélstjóri, f. 10. apríl 1954.
Börn þeirra:
2. Jóhann Bragi Ægisson, f. 24. maí 1979.
3. Elsa Marý Ægisdóttir, f. 2. september 1990.
4. Freydís Ægisdóttir, f. 19. maí 1993.

III. Fyrrum maður Emilíu var Eiríkur Einarsson, félags- og fjölmiðlafræðingur, f. 30. nóvember 1964, d. 18. ágúst 2021. Foreldrar hans Einar Ingi Theodór Ólafsson, sjómaður, rafvirki, f. 23. október 1936, d. 11. febrúar 2007, og Lilja Ragnhildur Eiríksdóttir, f. 23. júní 1941, d. 26. júní 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.