Ólafur Guðmundsson (Bergstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólafur Guðmundsson frá Bergsstöðum.

Guðjón Ólafur Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 1. nóvember 1927 í Landlyst og lést 24. desember 1975.
Foreldrar hans voru Guðmundur Tómasson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 24. júní 1886 í Gerðum í Landeyjum, d. 12. október 1967, og síðari kona hans Elín Jóhanna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. júní 1901 á Seyðisfirði, d. 10. október 1978.

Ólafur ólst upp með fjölskyldu sinni, en var oft ,,í sveit“ hjá föðurfólki sínu á Arnarhóli í V-Landeyjum.
Hann stundaði sjómennsku frá unglingsárum, fyrst með föður sínum á báti hans Höfrungi, síðan á Skaftfellingi og öðrum bátum, en varð útgerðarmaður og skipstjóri á Heimi, Jökli og að síðustu v/b Guðmundi Tómassyni VE 238.
Ólafur eignaðist barn með Unni Óskarsdóttur 1952.
Þau Aðalbjörg hófu búskap 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Bergstöðum, á Sveinsstöðum við Njarðarstíg 1958 og enn 1960 og á Landagötu 24 við fæðingu Þóru 1961 og síðan til Goss 1973.
Þau bjuggu í Hafnarfirði og á Eyrarbakka fyrst eftir Gos, fluttu til Eyja, keyptu Hólagötu 38 og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Ólafur lést 1975. Aðalbjörg flutti til Hafnarfjarðar. Hún lést 2001.

I. Barnsmóðir Ólafs er Unnur Óskarsdóttir, síðar sjúkrahússstarfsmaður, húsfreyja í Keflavík, f. 12. nóvember 1933.
Barn þeirra:
1. Óskar Elvar Guðjónsson, B.Sc-stærðfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann var lengi kennari við Menntaskólann við Sund, en er nú hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania, f. 20. apríl 1952. Kona hans er Hallbjörg Thorarensen leikskólakennari.

II. Kona Ólafs var Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 9. desember 1934, d. 18. nóvember 2001.
Börn þeirra:
1. Jón Sigurður Ólafsson vélstjóri, húsasmiður í Reykjavík, f. 23. ágúst 1954.
2. Guðbjörn Ólafsson húsasmiður í Kópavogi, f. 22. nóvember 1956 í Hafnarfirði.
3. Guðmundur Ólafsson Baadermaður við fiskvinnslu í Noregi, f. 5. ágúst 1958.
4. Þóra Ólafsdóttir húsfreyja, leiðbeinandi á leikskóla, f. 14. desember 1961.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Óskar Elvar Guðjónsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.