Elín Jónasdóttir Stephensen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elín Jónasdóttir Stephensen frá Seyðisfirði, húsfreyja fæddist þar 26. september 1879 og lést 31. janúar 1942.
Foreldrar hennar voru Jónas Þorvarður Stephensen frá Reynivöllum í Kjós., trésmiður, póstafgreiðslumaður, f. 23. september 1849, d. 1. mars 1929 og kona hans Margrét Stefánsdóttir frá Viðvík í Skagafirði, húsfreyja, f. 7. mars 1852, d. 19. ágúst 1928.

Elín var með foreldrum sínum, í Sigfúsarhúsi á Seyðisfirði 1880 og 1890. Hún var með Karli á Kirkjubæ á Rangárvöllum 1904, kom þaðan að Kirkjubæjarklaustri 1904, bjó á Kirkjubæjarklaustri 1904 og 1905, fór þaðan til Reykjavíkur og til Eyja 1909. Þar bjuggu þau á Hofi við Landagötu 25 til 1924, en fluttu þá til Reykjavíkur.
Þau Karl giftu sig 1904, eignuðust sjö börn og Karl eignaðist börn með Guðrúnu og Margréti 1918.
Elín lést 1942 og Karl 1970.

I. Maður Elínar, (13. ágúst 1904), var Karl Júlíus Einarsson sýslumaður, alþingismaður, málaflutningsmaður, f. 18. janúar 1872 í Miðhúsum í Eiðaþinghá, d. 24. september 1970.
Börn þeirra:
1. Jónas Þorsteinn Karlsson, f. 10. maí 1902, d. 6. júlí 1902.
2. Jónas Karl Karlsson kennari, verkamaður í Reykjavík, f. 2. apríl 1907 í Reykjavík, d. 10. september 1984.
3. Einar Karlsson, f. 2. apríl 1907, d. 17. nóvember 1907.
4. Margrét Pálína Karlsdóttir, f. 17. apríl 1910 í Eyjum, d. 26. júlí 1911.
5. Stefán Einar Karlsson rafvirki, f. 10. maí 1913 í Eyjum, d. 13. maí 1991.
6. Pálína Margrét Karlsdóttir Norðdahl, f. 18. maí 1915, d. 20. apríl 1998.
7. Anna Guðrún Karlsdóttir hárgreiðslukona í Reykjavík, f. 13. mars 1917, d. 1. nóvember 1944.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hver er maðurinn — Íslendingaævir. Brynleifur Tobíasson. Fagurskinna 1944.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.