Jónas Karlsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jónas Karl Karlsson.

Jónas Karl Karlsson kennari, verkamaður fæddist 2. apríl 1907 í Reykjavík og lést 10. september 1984.
Foreldrar hans voru Karl Júlíus Einarsson sýslumaður, bæjarfógeti og alþingismaður, f. 18. janúar 1872 í Miðhúsum í Eiðahreppi, S.-Múl., d. 24. september 1970, og kona hans Elín Jónasdóttir Stephensen húsfreyja, f. 26. september 1879, d. 31. janúar 1942.

Börn Elínar og Karls:
1. Jónas Þorsteinn Karlsson, f. 10. maí 1902, d. 6. júlí 1902.
2. Jónas Karl Karlsson kennari, verkamaður í Reykjavík, f. 2. apríl 1907 í Reykjavík, d. 10. september 1984.
3. Einar Karlsson, f. 2. apríl 1907, d. 17. nóvember 1907.
4. Margrét Pálína Karlsdóttir, f. 17. apríl 1910 í Eyjum, d. 26. júlí 1911.
5. Stefán Einar Karlsson rafvirki, f. 10. maí 1913 í Eyjum, d. 13. maí 1991.
6. Pálína Margrét Karlsdóttir Norðdahl, f. 18. maí 1915, d. 20. apríl 1998.
7. Anna Guðrún Karlsdóttir hárgreiðslukona í Reykjavík, f. 13. mars 1917, d. 1. nóvember 1944.
Barn Karls með Guðrúnu Pétursdóttur frá Tjörn í Hún, f. 19. september 1895
1. Gunnar Svanhólm Júlíusson, f. 23. júlí 1918 í Reykjavík.
Barn Karls með Margréti Ásmundsdóttur, f. 18. ágúst 1893, d. 14. október 1963.
2. Gunnar Viggó Jóelsson járnsmíðameistari, f. 12. júní 1918 í Reykjavík, d. 19. desember 1990.

Jónas var með foreldrum sínum, á Hofi .
Hann varð gagnfræðingur í Menntaskólanum í Reykjavík 1923, stundaði tungumálanám næstu 2 vetur, lauk kennaraprófi 1935, stundaði nám í íslenskum fræðum í Háskóla Íslands 1937-1938.
Jónas kenndi í skóla í Sléttuhreppi, N.-Ís. 1935-1936, í Andakílshreppi, Borgarf. 1937-1938. Hann var síðan verkamaður í Reykjavík.
Þau Lára eignuðust barn 1931.
Þau Margrét eignuðust þrjú börn.
Jónas Karl lést 1984.

I. Barnsmóðir Jónasar Karls var Lára Guðjónsdóttir, f. 6. desember 1897, d. 25. desember 1990.
Barn þeirra:
1. Kamma Rósa Jónasdóttir Karlsson skrifstofumaður, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 2. október 1931, d. 1. mars 2019. Fyrrum maður hennar Guðlaugur Kristinn Atlason.

II. Kona Jónasar var Margrét Einarsdóttir frá Bakka á Akranesi, hjúkrunarfræðingur, f. 12. maí 1905, d. 8. september 1997.
Börn þeirra:
2. Jónas Jónasson, f. 24. apríl 1936, d. sama dag.
3. Elín Íris Jónasdóttir húsfreyja á Skagaströnd, f. 16. júlí 1937, d. 8. september 1962. Maður hennar Hákon Magnússon.
4. Halldóra Jónasdóttir skrifstofumaður, húsfreyja í Reykjavík, f. 16. apríl 1942.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.