Einar Haukur Eiríksson (yngri)
Einar Haukur Eiríksson yngri, verkamaður, síðar verslunarmaður í Rvk og Noregi, fæddist 22. janúar 1973 og lést 27. desember 2014.
Foreldrar hans Eiríkur Þór Einarsson bókasafnsfræðingur, skjalastjóri, leiðsögumaður, f. 5. febrúar 1950, og kona hans Anna Gísladóttir húsfreyja, gjaldkeri, bókari, f. 3. október 1952.
Einar Haukur eignaðist barn með Önnu Kristínu 1990.
Þau Bryndís Huld giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 25, síðar í Noregi.
I. Barnsmóðir Einars Hauks er Anna Kristín Tryggvadóttir úr Rvk, skrifstofumaður, f. 1. maí 1973.
Barn þeirra:
1. Tinna Rut Einarsdóttir, f. 12. apríl 1990.
II. Kona Einars Hauks er Bryndís Huld Ólafsdóttir úr Eyjum, hárgreiðslukona, f. 12. apríl 1971.
Börn þeirra:
2. Sandra Sif Einarsdóttir, f. 3. september 1995.
3. Ólafur Þór Einarsson, f. 12. maí 1998.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eiríkur Þór.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.