Einar Hinriksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Hinriksson bóndi, veitingamaður fæddist 25. janúar 1832 og lést 19. nóvember 1910 á Hofi.
Foreldrar hans voru Hinrik Hinriksson yngri bóndi á Hafursá í Skógum í Hallormsstaðasókn, f. um 1767 á Fossvöllum og þriðja kona hans Sesselja Þórðardóttir frá Finnsstöðum, S.-Múl., húsfreyja, f. 1800, d. 14. maí 1868.

Einar var bóndi á Egilsstöðum á Völlum á Héraði, Gíslastöðum þar og í Miðhúsum, síðar á Vestdal í Seyðisfirði, veitingamaður á Vestdalseyri í Seyðisfirði.
Einar var ,,tökukarl“ á Kirkjubæ í N.-Múlasýslu 1901, farinn þaðan 1907. Hann flutti til Karls sonar síns, kom með honum að Hofi við Landagötu 25 1909.
Einar lést á Hofi 1910.

I. Kona Einars var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1830, d. 24. apríl 1867. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson eldri á Finnsstöðum í S.-Múl., f. 1790, d. 10. ágúst 1876, og kona hans Ingibjörg Þórðardóttir, f. 1799, d. 19. ágúst 1869. Börn þeirra:
1. Eiríkur Einarsson, dó ungur.
2. Jón Einarsson, dó ungur,
3. Anna Einarsdóttir, f. 1861, dó Vestanhafs ógift og barnlaus.
4. Guðný Ingibjörg Einarsdóttir, bjó í Randers í Danmörku, f. 28. febrúar 1865, d. 16. júní 1927. Maður hennar Valdemar Hoffmann.

II. Kona Einars var Pálína Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1851, d. 25. febrúar 1915. Hún fór með Jarþrúði dóttur sinni til Vesturheims 1904. Foreldrar hennar voru Vigfús Pétursson bóndi á Háreksstöðum á Jökuldalsheiði, f. 19. mars 1830, d. 4. maí 1872, og barnsmóðir hans Katrín Ófeigsdóttir vinnukona á Háreksstöðum og víðar, síðar húsfreyja á Neðra-Meðalfelli og Austurhóli í A.-Skaft, f. 13. júní 1825, d. 4. júní 1915.
Börn þeirra:
5. Karl Júlíus Einarsson sýslumaður, alþingismaður, málaflutningsmaður, f. 18. janúar 1872, d. 20. september 1970. Kona hans Elín Jónasdóttir Stephensen.<br 6. Jón Einarsson (Jón Römer), bjó Vestanhafs, f. 4. júní 1876, hvarf Vestanhafs.
7. Vigfús Guðmann Einarsson, f. 12. febrúar 1878, d. 2. febrúar 1972. Hann fór til Randers í Danmörku, var kaupmaður í Maribo þar. Börn hans í Eyjum voru Ingrid Sigfússon og Bjarni Einarson afgreiðslumaður í Brynjólfsbúð.
8. Ingimundur Einarsson skipstjóri í Noregi, (fluttist til Kanada (Íslendingabók)), f. 26. september 1882, d. 26. apríl 1977.
9. Eiríkur Einarsson, dó ungur.
10. Jarþrúður Einarsdóttir, f. 1. október 1886, d. 5. október 1967. Hún fór til Vesturheims 1904, bjó í Winnipeg. Maður hennar Mooney. Pálína móðir hennar fór með henni 1904.
11-15. Fimm börn, sem dóu ung.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.