Bjarni Bragi Jónsson (yngri)
Bjarni Bragi Jónsson, eðlisfræðingur, með B.Sc-próf í hugbúnaðarverkfræði, var sérfæðingur hjá Data Lab., rekur nú fyrirtækið Raxiom, fæddist 18. júní 1991.
Foreldrar hans Jón Bragi Bjarnason, dósent, síðar prófessor í lífefnafræði, f. 15. ágúst 1948, d. 3. janúar 2011, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir, húsfreyja, kennari, f. 17. ágúst 1952.
Þau Hólmfríður hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau búa í Kópavogi.
I. Sambúðarkona Bjarna Braga er Hólmfríður Hartmannsdóttir, húsfreyja, lífefnafræðingur, er viðskiptastjóri, f. 29. júní 1990. Foreldrar hennar Hartmann Ásgrímsson, tannlæknir, f. 7. ágúst 1955, og kona hans Edda Björk Hauksdóttir, húsfreyja, f. 21. júní 1956.
Barn þeirra:
1. Jón Bragi Bjarnason, f. 5. apríl 2020.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hólmfríður.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.