Edda Kristinsdóttir (Reyni)
Edda Kristinsdóttir frá Reyni við Bárustíg 5, húsfreyja, hárgreiðslukona fæddist 13. apríl 1933 í Neskaupstað.
Foreldrar hennar voru Kristinn Ólafsson lögfræðingur, bæjarstjóri, bæjarfógeti, fulltrúi sýslumanns, f. 21. nóvember 1897 í Reykjavík, d. 18. október 1959, og kona hans Jóna Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1907 á Vegamótum, d. 4. október 2005.
Börn Jónu og Kristins:
1. Ása Sigríður Kristinsdóttir Gudnason, húsfreyja í Danmörku, f. 14. febrúar 1930, d. 16. apríl 2019. Maður hennar Christian H. Gudnason prófessor.
2. Birgir Kristinsson símvirki, vélstjóri í Reykjavík, f. 13. maí 1931, d. 13. mars 2018. Kona hans Margrét Jóhannsdóttir.
3. Edda Kristinsdóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1933. Maður hennar Theódór Diðriksson, látinn.
4. Ólafur Haukur Kristinsson skrifstofumaður í Reykjavík, síðan í Frakklandi, f. 14. mars 1937. Fyrri kona hans Eirný Sæmundsdóttir, látin. Síðari kona hans Veronique Pasquier.
5. Kristín Kristinsdóttir kennari, f. 1. maí 1946. Fyrrum maður hennar Einar H. Guðmundsson kennari.
Edda var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1937 og til Hafnarfjarðar 1944.
Hún nam hárgreiðslu í Iðnskólanum í Hafnarfirði í tvö ár, lauk náminu í Seattle í Bandaríkjunum.
Edda van skrifstofustörf í Rafha í Hafnarfirði frá 17-18 ára aldri í 10 ár, á skrifstofu í Kaupmannahöfn í eitt á.
Þau Theódór giftu sig 1961, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Bandaríkjanna, bjuggu í Seattle, bjuggu hér á landi um skeið, en fluttu utan aftur og bjuggu í San Jose í Kaliforníu í 30 ár. Eftir flutning heim bjuggu þau við Hávallagötu, síðast á Boðagranda.
Theódór lést 2014.
Edda býr á Aflagranda.
I. Maður Eddu, (29. apríl 1961), var Theódór Diðriksson byggingaverkfræðingur, f. 15. nóvember 1931, d. 15. janúar 2014. Foreldrar hans voru Diðrik Helgason múrarameistari í Reykjavík, f. 26. júní 1907 í Hafnarfirði, d. 23. júní 1982 og Helga Ólafsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1909 í Reykjavík, d. 17. ágúst 1987.
Börn þeirra:
1. Kristinn Didriksson, f. 31. október 1961, býr í Bandaríkjunum, er með MA-próf í ensku. Hann er ókvæntur og barnlaus.
2. Jóhanna Theódórsdóttir Plant, læknaritari í Flórída, f. 24. apríl 1964. Maður hennar Arthur Plant, starfsmaður við prentiðnað.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Edda.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.